Hlíðarhjalli 15-49: Í stað gamla tennisvallarins sem drabbast alltaf meir og meir niður og er lítið notaður er lagt til að komið verði fyrir metnaðarfullum leikvelli fyrir börn með t.d. þrautarbraut.
Sammála Guðrúnu. Um að gera að laga völlinn og hafa opinn öllum sem vilja spila tennis úti á sumrin. Ekki margir slíkir tennisvellir á Íslandi.
Ég vil frekar sjá hann lagaðan. Hugmyndin að tennisvelli þarna var frábær á sínum tíma - vandamálið er að honum hefur ekki verið haldið við þessi 20-30 ár og drabbast meira niður með hverju árinu. Hann var mikið notaður á sumrin, bæði í tennis og babminton. Það þarf ekki mikið til að flíkka uppá hann, sópa, mála og laga netið. Og það þarf þá að halda því við. Það er smá leiksvæði við hliðina og neðar í brekkunni. Stutt í brettabraut og nýleg leiktæki uppí skóla
Dýrmætt svæði sem er í dag illa nýtt og sóðalegt.
Sóðalegt svæði sem er til skammar fyrir kópavog. Mikilvægt að nýta það betur.
Tennisvöllurinn er mjög mikið notaður til að spila tennis allt sumarið. Hverfið er fullt af fótboltavöllum, gervigras, gras og malarvöllum, t.d. á Víghól eru tveir boltavellir, á skólalóðum eru fótboltavellir og það er Battavöllur við Álfhólsskóla Hjalla. Nauðsynlegt að hafa rými fyrir aðra íþrótt og hafa fjölbreyttni í vallarvali. Völlinn má endilega laga en ekki taka.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation