Hundasleppisvæði á Kársnesi (& víðar)

Hundasleppisvæði á Kársnesi (& víðar)

Mikið af hundaeigendum á Kársnesi (og víðar) sem þurfa keyra í nærliggjandi sveitarfélög með hundana. Sleppisvæði þarf bara vera gras/grús með girðingu,og nægilega stórt til að kasta bolta. T.d. smá bútur af grasflötinn hjá stellurólo sem smáhundasvæði, svo er gott svæði hjá landsrétt, og mörg fleiri option. Endalausar tillögur frá íbúum um að útbúa hundasvæði, í hverfisgrúbbum, hér eða t.d. skyrslu (2309454) um kópavogsdal frá apríl á þessu ári. Endilega láta þetta verða að veruleika.

Points

Það sárvantar sleppisvæði fyrir hundana okkar á Kársnesinu.

Hundar sem fá að hlaupa lausir reglulega eru ólíklegri til að strúkja og valda usla í umferð eða hræða gangandi fólk. Á sleppisvæði venjast dýrin hvort annað og annað fólk sem minnkar líkur á vandamálum eins og ógnandi hegðun, bit, etc. Og svo má lengi telja..

Já! Bravó, það má lika benda á óvenju hátt gjald fyrir að eiga hund í Kópavogi... í hvað fer það? Á meðan ekkert hundasvæði er í næst stærsta sveitafélagi landsins? Það eru allavega þrjú í Rvk. Við fluttum úr Rvk og tökum eftir afturför hjá okkar kvutta í félagslegum samskiptum við aðra hunda. Einnig tek ég meira eftir hundum hér sem ekki geta hitt aðra hunda í bandi. Ég hugsa að þetta snúist að stórum hluta um æfingarleysi að leika við aðra hunda. Svæðið gæti líka verið nálægt ævintýraskógi?

Frábær hugmynd. Annað svæði sem mér kemur til hugar er túnið við gamla Kópavogsbæinn, þar væri hægt að stúka af hluta fyrir hundasvæði.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information