Gera aðstöðu til sjósunds á góðum stað á Kársnesi

Gera aðstöðu til sjósunds á góðum stað á Kársnesi

Gaman væri að fá aðstöðu til sjósunds fyrir þá sem það stunda á Kársnesinu. Aðstæðuna væri hægt að búa til í formi sandfjöru eða steypts ramps á góðum og öruggum stað, og bílastæða sem nota má í nágrenni. Fyrirmyndir eru t.d. Nauthólsvík, sandfjaran við Skarfaklett, grásleppuskúrarnir á Ægissíðu og útisturtur í fjöru eins og má finna á Akranesi. Þetta væri dásamleg viðbót fyrir lýðheilsu Kópavogsbúa. Ekki myndi skemma fyrir að bæta við búningsklefa og/eða plássi fyrir fargufu.

Points

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information