Fá hleðslustöðvar víðsvegar um hverfi Kópavogs eins og er t.d. um alla Reykjavík.
Hverfa hleðslur settar upp hjá sundlaugum og bókasöfnum geta stuðlað að auknum lestri og hreyfingu því íbúar hafa tækifæri á að nýta tímann meðan beðið er eftir bíl í hleðslu. Aukið aðgengi að hleðslustöðvum ýtir undir að fólk velji sér frekar umhverfisvænni kost, rafmagnsbíl fram yfir bensínbíl. Einnig gæti verið að íbúar eigi rafmagnsbíl en hafa t.d ekki tök á að fjárfesta í hleðslustöð heima hjá sér og þá væru hleðslustöðvar í stæðum í eigu Kópavogs hentugar.
Þetta er nútíminn og gott að fylgja honum.
Bílastæði skóla eru ekkert notuð á nóttunni þegar flestir vilja hlaða og því sjálfsagt að setja upp slatta af hæghleðslustöðvum á bílastæði skólanna.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation