Sigurlín Margret sendir: Íslenskt táknmál er lögum samkvæmt jafn rétthátt íslenskri tungu. Setjum QR kóða upp víðsvegar um Kópavog sem fólk getur skannað og fengið upplýsingar á táknmáli. Stutt myndbönd myndu birtast þar sem táknmálsmælandi fólk gæti fengið upplýsingar um áhugaverða hluti í Kópavogi á sínu tungumáli. Dæmi um staðsetningar eru áhugaverðir staðir í Kópavogi og skilti sem eru nú þegar í Kópavogi til að fræða fólk um sögu, dýralíf eða gróður.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation