Tilvalin staðsetning er á lóð gamla áhaldahússins í Kóipavogsdal bak við Tennishöll. Stærsta bæjarfélag á landinu utan Reykjavíkur ætti að hafa skautasvell. Sameina mætti útivist, menningu og íþróttaiðkun og setja kaffihús við svellið. Staðsetningin er miðsvæðis í vestanverðum dalnum með falleg tré og umhverfi. Gestir á göngustígnum meðfram dalnum gætu stoppað við í kaffi og snúning á ísnum. Opnunartími gæti verið nóv-mars og utan þess tíma má nýta svæðið í markaði, dansiböll eða línuskauta.
Þetta væri nú geggjuð. Það væri enn þá betra að Kópavogur og Reykjavík getur unnið saman og einnig byggja nýjan skautahöll þar sem bæði hokky og listskautadeildir eru sprungnar og sárvantar höll. Dóttur mín var að æfa í Norrköping, Himmelstalund, þarna voru 2 skautahallar ásamt útisvell. Just saying :)
Frábær hugmynd að bættri nýtingu á annars óskemmtilegu stað. Skautasvell eiga að vera á útivistarsvæðum en ekki falin við umferðargötur og íþróttahallir
Það er mikil þörf á fleiri skautasvellum á Íslandi og á höfuðborgarsvæðinu þar sem hallirnar 2 eru sprungnar og geta vart annað grunnþjónustu við skautaíþróttaiðkuna.
Frábær hugmynd. Þegar ég var ungur og bjó í Grafarvogi þá var mikil steming fyrir því að fara á skauta í Egilshöll á föstudögum. Mikill fjöldi barna sótti svellið og höfðu gaman af.
Þetta verður geggjað komin tími til
Yrði svo góð viðbót við lífið í dalnum, á öllum árstíðum.
Sannarlega góð hugmynd. Ég yrði fastagestur með barnabörnunum
Frábært að fá skautasvell î Kópavogsdal
Líst vel á þetta ekki síst staðsetninguna
MUNIÐ AÐ ÝTA Á ÞUMAL UPP
Snilld. Loksins!
Nú þegar er gert ráð fyrir svelli í dalnum en á afar leiðinlegu svæði bakvið Fífuna. Optimal nýting fyrir almenning yrði betri í alfaraleið meðfram göngustíg.
Geggjuð hugmynd
Skemmtileg hugmynd
Stórsniðugt í útivista og íþrótta menningu Kópavogs
Tími til komin. Skautaíþróttir í mikilli sókn á Íslandi og vantar fleiri svell.
Engin aðstaða fyrir skautafólk í þessu næststærsta þéttbýli landsins. Vantar aðstöðu fyrir þá sem vilja æfa og eins er þetta frábær almenningsíþrótt
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation