Skógarstígur

Skógarstígur

Ef farið er út af stiganum (himnastiginn)til vesturs neðan við Gnitaheiði 8-14 mà finna falda gönguleið með margbreytilegum gróðri o.sv.fr. Er hér vísað í grein í Kópavogsblaðinu fimmtud 12. sept.2024 þar sem Gnitaheiðin var valin gata ársins 2024. Þarna er verið að minnast á mjög fallegan skógarstíg sem hefur ekki verið haldið við í mörg ár. Vil ég leggja til að hann verði gerður upp og sett lág lýsing eftir honum.

Points

Ég hef áður komið með þessa hugmynd en mér er tjáð að hann sé ekki á deiliskipulagi, þá spyr ég hvað þarf til þess að hægt sé að halda honum við. Þessi stígur liggur ofan hluta Heiðarhjalla og neðan Gnitaheiðar og Hólahjalla. Hann er í niðurníðslu. Það eru ekki eingöngu íbúar þessara húsa sem nota hann, heldur er hann notaður af öllum þeim sem eiga leið hjá til og frá Himnastiganum.Þetta er skemmtileg leið að ganga en mjög dimmt á kvöldin að fara, væri kærkomið að fá lága lýsingu eftir honum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information