Núverandi fyrirkomulag í Kársnesskóla er slíkt að krakkar hafa aðgang að Rútstúni til að leika. Tillagan gengur út á lokun á stuttum kafla á Urðarbraut til að krakkarnir geti haft skólalóðina og Rútstún sem eitt leiksvæði á skólatíma. Mögulega mætti loka þessum kafla varanlega en að minnsta kosti frá 7:50-15:00 á virkum dögum.
Mér finnast þessi rök góð og gild. Mín rök eru ekki á mót því eitthvað þarf að gera en kannski ekki að loka götunni alveg. Það væri t.d. hægt að hafa gangbrautarvörð í frímínútum. Það væri líka til stórra bóta ef stórum rútum yrði bannað að leggja við þessa götu. Það er bílastæði við hliðina á götunni og það skapast oft mikil hætta þegar rútur leggja úti á götu
Skólasvæði Kársneskóla er ekki með miklu leiksvæði en við hliðiná stendur Rútstún. Þar er heilmikil útivistar og leiksvæði fyrir alla aldurshópa sem börnin sækja í á daginn. Þá er sundlaugin við hliðiná og með þessari lokun væri hægt að fara milli skóla, sundlaugar og Rútstúns án þess að fara yfir götu og myndi auðvelda sérstaklega yngri börnum að njóta dagsins. Ekki er mikil umferð um þennan litla 30m langa bút af vegi svo skerðing á umferð er í lágmarki.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation