Með því að bæta lýsingu við gangbrautir verður öryggi gangandi vegfarenda aukið til muna. Gott að horfa sérstaklega til gönguleiða skólabarna í fyrsta hluta þessa verkefnis. Ekki má gleyma menntaskólabörnunum en aðkoma gangandi vegfarenda við Menntaskóla Kópavogs á Digranesvegi er ekki til fyrirmyndar. Hægt er að setja ljósastaura beggja vegna við gangbraut eða nota ljósastaura sem teygja sig inn að miðri gangbraut og lýsa hana alla upp.
Þetta er forgangs verkefni t.d. Neðan við þinghólsskóla og ská á móti sundlaug á Urðarbraut þar er götuljósið nánast falið i trjákrónu,á báðum þessum göngubrautum eru mörg börn oft á dag ,þetta i FORGANG.
Tek algjörlega undir það að bæta þurfi lýsingar við gangbrautir og vil ég í því sambandi benda sérstaklega á gangbrautina við gatnamótin: Kópavogsbraut - Kópavogstún - Meðalbraut. Þarna veit enginn hvert hver er að fara og fólk í stór hættu sem fara þarna yfir sérstaklega þegar tekur að dimma.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation