Fjölbýli fyrir 60+

Fjölbýli fyrir 60+

Nauðsynlegt er að á reitnum verði gert ráð fyrir tveimur fjölbýlishúsum fyrir 60 ára og eldri, með bílakjallara og útibílastæðum, m.a. fyrir gesti. Það yrðu annars vegar eignaíbúðir og hins vegar leiguíbúðir á vegum Akureyrarbæjar. Af reitnum er stutt í sundlaug, heilsugæslu og í félagsmiðstöðina Sölku. Þá verður stuðningsþjónustan í næsta nágrenni. Æskilegt væri að fá hreystitæki fyrir alla aldurshópa á reitinn. F.h. stjórnar Félags eldri borgara á Akureyri. Hallgrímur Gíslason, formaður.

Points

Gæta þarf þess að byggt verði ekki of þétt og að svæðið verði vinsamlegt umhverfissálfræðilega séð. Mikill skortur er á íbúðum fyrir 60+.

Góðan dag. Þakka þér kærlega fyrir að taka þátt í hugmyndasöfnun um tjaldsvæðisreitinn. Álit þitt skiptir miklu máli. Umsagnafresti er nú lokið en alls bárust 12 hugmyndir í gegnum samráðsvettvanginn Okkar Akureyri. Innsendar tillögur hafa verið flokkaðar eftir efnisflokkum og sendar á skipulagshönnuði sem vinna nú að drögum að vinnslutillögu um svæðið. Tillögurnar voru einnig kynntar á fundi skipulagsráðs þann 1. mars sl.

Allar ábendingar og hugmyndir koma til skoðunar og umræðu í þeirri vinnu sem framundan er. Á næstu vikum verður vinnslutillaga lögð fram til kynningar en þá gefst íbúum aftur kostur á að senda inn ábendingar. Við hvetjum alla til þess að fylgjast áfram með þessu spennandi verkefni á akureyri.is – skipulag í vinnslu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information