Garður til ræktunar fyrir leik- og grunnskólabörn.

Garður til ræktunar fyrir leik- og grunnskólabörn.

Svæðinu yrði skipt upp í ræktunarreiti fyrir matjurtir, skrautjurtir, berjarunna, ávaxtatré o.fl. Börn fengju fræðslu um ræktun og tækifæri til að reyna sig við garðyrkjustörf. Þar yrði einnig reist fjögur til sex gróðurhús 20 til 60 fermetrar að stærð. Í þeim mætti fræða uppvaxandi kynslóð bæjarins um forræktun matjurta, ræktun í köldum gróðurhús o.fl. Þannig eflum við stefnuna um barnvænt samfélag sem og sjálfbærni.

Points

Matjurtagarðar barna í Akureyribæ eru ómetanlegt tækifæri til að stuðla að aukinni garðrækt, efla lýðheilsu bæjarbúa og styðja við sjálfbærni ekki aðeins í orði heldur einnig á borði.

Er garður = byggð?

Garðar eru hluti af manngerðu umhverfi og falla sem slíkir undir skipulag byggða. Í tillögu minni er einnig gert ráð fyrir fjórum til sex gróðurhúsum mismunandi af stærð.

Skattgreiðendur Akureyrar þurfa ekki fleiri byggingar sem að bærinn þarf að reka og standa ónotaðar stóran hluta ársins.

Gróðurhúsin á Tjaldsvæðisreitum yrði hægt að nýta allt árið. Affallsvatn af húsum bæjarins (Húsmæðraskólanum gamla og væntanlegra Heilsugæslustöð) mætti nota til að hita gróðurhúsin. Lítil starfsemi yrði væntanlega í janúar en alla aðra mánuði ársins má nota gróðurhúsin í þágu uppvaxandi kynslóða og sjálbærni.

Góðan dag. Þakka þér kærlega fyrir að taka þátt í hugmyndasöfnun um tjaldsvæðisreitinn. Álit þitt skiptir miklu máli. Umsagnafresti er nú lokið en alls bárust 12 hugmyndir í gegnum samráðsvettvanginn Okkar Akureyri. Innsendar tillögur hafa verið flokkaðar eftir efnisflokkum og sendar á skipulagshönnuði sem vinna nú að drögum að vinnslutillögu um svæðið. Tillögurnar voru einnig kynntar á fundi skipulagsráðs þann 1. mars sl.

Allar ábendingar og hugmyndir koma til skoðunar og umræðu í þeirri vinnu sem framundan er. Á næstu vikum verður vinnslutillaga lögð fram til kynningar en þá gefst íbúum aftur kostur á að senda inn ábendingar. Við hvetjum alla til þess að fylgjast áfram með þessu spennandi verkefni á akureyri.is – skipulag í vinnslu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information