þjónustu svæði

þjónustu svæði

Þarna ætti að koma elliheimili, þjónustuíbúðir og búsetukjarnar/úrræði fyrir fatlaða. Þar með væri hægt að sameina ýmsa þjónustu og tómstundir fyrir þessa aðila sem alltaf sitja á hakanum. Þarna er stutt í alla þjónustu og hægt að gera vel í stað þess að dreifa þessum aðilum út um allt með tilheyrandi kosnaði og óhentugleika

Points

Búinn að skrifa rök. Ég var ss að tala um tjaldsvæðisreitinn.

Tjaldsvæðisreitur

Góðan dag. Þakka þér kærlega fyrir að taka þátt í hugmyndasöfnun um tjaldsvæðisreitinn. Álit þitt skiptir miklu máli. Umsagnafresti er nú lokið en alls bárust 12 hugmyndir í gegnum samráðsvettvanginn Okkar Akureyri. Innsendar tillögur hafa verið flokkaðar eftir efnisflokkum og sendar á skipulagshönnuði sem vinna nú að drögum að vinnslutillögu um svæðið. Tillögurnar voru einnig kynntar á fundi skipulagsráðs þann 1. mars sl.

Allar ábendingar og hugmyndir koma til skoðunar og umræðu í þeirri vinnu sem framundan er. Á næstu vikum verður vinnslutillaga lögð fram til kynningar en þá gefst íbúum aftur kostur á að senda inn ábendingar. Við hvetjum alla til þess að fylgjast áfram með þessu spennandi verkefni á akureyri.is – skipulag í vinnslu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information