Veitingarstaður/kaffihús/lítil mathöll í Hæðarhverfi

Veitingarstaður/kaffihús/lítil mathöll í Hæðarhverfi

Í stórum hluta Garðabæjar vantar samkomustað þar sem fjölskyldur, mömmuhópar, vinir og nágrannar geta komið saman. Hæðirnar, ásar, bæjargil og akrahverfið eru svæði sem eru ekki með veitingarstað eða kaffihús í stuttu göngufæri. Í miðju hæðahverfinu fyrir neðan hæðarból er lítið notaður fótboltavöllur sem væri góð staðsetning fyrir samkomustað fyrir þessi hverfi, nálægt FG og íþróttahöllinni. Við viljum lifandi og skemmtilegan bæ, til þess þurfum við samkomustaði.

Points

Finnst þetta sniðug hugmynd en staðsetningin alls ekki. Væri sniðugt að hafa þetta til dæmis í Iðnbúð sem væri fullkominn staður fyrir svona þar sem eru fyrir alls kyns iðnaðarhúsnæði. En að taka eina græna svæðið sem að Hæðirnar og Bæjargil hafa fyrir fótboltavöll finnst mér ekki boðlegt.

Þetta er ekki staðsetning fyrir samkomuhús. Það er iðnaðarhverfi rétt hjá þar sem nóg er af húsum fyrir svona starfssemi, sem væri frábært ef af yrði. Þarna eru börn mikið á ferð og leikskóli við hliðina á. Held að flestir nágrannar leikskólans séu sammála þessu. Það væri nær að gera upp fótboltavöllinn, setja battavöll sem væri notaður af börnunum í hverfinu. Krakkanir þurfa að fara nokkuð langt til að finna annan grænan flöt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information