Flóttamannaleið - hraðahindrun/gangbraut

Flóttamannaleið - hraðahindrun/gangbraut

Þó þessi vegur sé í umsjón Vegagerðarinnar ætti Garðabær allavega að sjá sóma sinn í að fjáfesta í hraðahindrunum, eða gangbrautum fá Vífilstaðahrauni til að komast yfir veginn að Vífilstaðavatni, þessi vegur ber mjög mikla umferð og mjög mikinn hraða ásamt því að hafa blindhæðir á báða vegu. Þó ekki væri nema skammtímalausn þar til Vegagerðin girðir sig í brók.

Points

Umferð um þennan veg hefur aukist verulega síðustu ár og mest síðan gerður var vegur úr Vallarhverfinu í Hafnarfirði sem beinist beint inn á Flóttamannaleiðina.

Garðabær ætti að láta sig málið varða og þrýsta á Vegagerðina

Hraðahindrun/gangbraut mætti einnig setja td við gatnamót að Maríuhellum. Mjög mikilvægt að tryggja öryggi íbúa Urriðaholts sem vilja fara gangandi yfir í Heiðmörkina og njóta þeirrar náttúruparadísar sem umlykur hverfið. Staðan í dag er sú að engin örugg leið er yfir veginn, þar sem umferð er alla jafna mjög hröð og umferðaþungi mikill. Eins og er treystir maður sér vart yfir veginn með ung börn, sem er synd, því þar með glatast mikil tækifæri fyrir fjölskyldur til útivistar- og samverustunda.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information