Bæting á hjólastígum til og á Álftanesi

Bæting á hjólastígum til og á Álftanesi

Mikil aukning hefur verið í samgöngum á hjólum(sem og rafmagnshjólum) og rafmagnshlaupahjólum. Við þessum aukningi í hverfum Garðabæjar, þar á meðal Álftanesar er það er það mikilvægt að mæta því með betra umhaldi á samgöngugrunni þess vegna velferðar og öryggismála.

Points

Eins og auðvelt er að sjá þá hafa ferðavenjur á stuttum vegalengdum breyst mikið síðustu ár með meiri rafmagnshlaupahjólum, aukningu í notkun rafnmagnshjóla og aðra ferða máta. Við því er mjög mikilvægt að passa upp á að fyrir þau sem kjósa slíka ferða máta að þau séu örugg og aðrir í umhverfinu séu einnig örugg. Til að mynda myndi uppbygging hjóla stíga eða betra aðgengi fyrir hjólandi fólk hjálpa mikið. Einnig er mikilvægt að hafa stöðvar þar sem fólk getur lagt frá sér örsamgöngu máta sína.

Umhverfisvænt og bætir öryggi hjólandi og gangandi

Margir stígar í Garðabæ bera ekki blandaða umferð hjólandi og gangandi. Mikilvægt upp á öryggi allra að hugað verði að því að bæta hjólastíga.

Hjóla reglulega frá Álftanesi til vinnu í vesturbæ Reykjavíkur. Eini kaflinn sem ég þarf að vera á götu eða á þröngum gangstígum er á Álftanesi og meðfram Álftanesvegi. Getur komið sér sérstaklega illa þegar það er byrjað að dimma. Einnig er ástand göngustígs við Álftanesveg ekki gott. Við hlið hans er löng gaddavírsgirðing og þarf ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á hvað gerist ef hjól endar útaf veginum.

Bætir heilsu, öryggi og loftslag

Vegna öryggi ekki ´hafa þessa grófu steina til hliðar við hjóla stígnum þetta er stór hættulegt einig að vera vakandi yfir hjóla stígunum hreinsa þá við halda góð ljós og góðabirtu svo auðvelt er að sjá manneskur sem eru á hjólum og þeir sem eru gangandi þar sem þeir eru upplýstir eins og víða er í öðrum bæjarfélörum.Ég gæti vel hjólað í vinnu ef hjólastígar væru betri og meira og hreisaðir betur

Tek undir þetta og vil nefna Garðaveginn í þessu samhengi. Þar er mikil umferð núorðið og engir göngu/hjólastígar né lýsing. Vegurinn sjálfur illa farinn þar að auki. Börn búa í Garðaholtinu sem vilja fara fótgangandi eða hjólandi í skóla, en það er alls ekki öruggt.

Gamli Garðaholtsvegurinn er orðinn sérlega hættulegur, aukin umferð langferðabifreiða með ferðamenn, meiri umferð eftir að Prýðahverfið varð einstefna og hundasvæði var opnað á Bala. Ofan á það er meira um göngufólk með hunda, hjólafólk og svo erum það við sem ábúendur og eigum ung börn sem langar að labba eða hjóla í skólann en er bara of hættulegt vegna vöntun á stígum. Svo þarf að tengja betur stíga á milli hverfa í Garðaholtinu svo hægt sé að hjóla með börn án þess að þurfa að þvera vegi.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information