Menningarstefna með aðgerðaráætlun

Menningarstefna með aðgerðaráætlun

Það er frábært að Ísafjarðarbær sé að vinna menningarstefnu sveitarfélaginu til handa. Í slíkum stefnum er mikilvægt að greina hvað er fyrir hendi í sveitarfélaginu og hvernig það nýtist sem best íbúum og gestum til handa. Til að plaggið sé ekki huglæg stuðningsyfirlýsing með menningarmálum ætti þar að vera aðgerðaráætlun sem hugsuð er til X margra ára í senn. Hvar verður fjárfest og hvernig. Hvernig verður byggt upp, með hverjum. Þannig eru gegnsæi og meðvitund ríkjandi á hverjum tímapunkti.

Points

Skoða má hvernig Áfangastaðaáætlun Vestfjarða hefur verið sett upp, en þar er stefnan í ferðamálum sett fram sem og aðgerðaráætlun.

Greining þar sem liggur fyrir hvað er fyrir hendi sýnir svart á hvítu hvað vantar í heildarmyndina. Kynningar á viðburðum og aðgengi fólks að grasrótinni til að taka þátt þarf að vera gott í samfélögum sem eru stöðugt að breytast.

Til að menningarstefna sé í raun hagnýt þurfa að fylgja aðgerðir

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information