Viðburðadagatal

Viðburðadagatal

Dagatal á vegum bæjarfélagsins þar sem haldið er utan um vel flesta viðburði sem eiga sér stað á svæðinu með reglubundnum og skipulögðum hætti. Gæti verið í samstarfi bæjarins og BB og birst á áberandi stað á báðum forsíðum. Bíósýningar, tónleikar, íþróttaleikir, þorrablót, upplestrar o.s.frv.

Points

Næstum allir eru farnir að setja viðburði á fb. Tæknifyrirtæki er að skoða hvort hægt sé að "skrapa" þessi gögn og miðla yfir á ákveðna síðu. Það væri frábært ef það tekst þá væri hægt að nota viðburðadagatalið á vestur.is án þess að aðilar þurfi að setja inn gögnin á "enn einn staðinn".

Þetta viðburða dagatal er ekki á réttum stað, það er ekki næg umferð á þessa síðu. Það ekki gott að setja þarna inn viðburði, viðmótið er ekki gott og möguleikar til að setja inn myndir og myndbönd er lélegur. Menn vilja líka koma inn með nýjar upplýsingar en það þarf að gerast þarna í gegnum þriðja aðila..

Það væri albest ef það væri eitt viðburðadagatal þar sem hægt væri að skrá viðburði en ýmsir gætu nýtt á sínar vefsíður. Þannig þyrftu viðburðahaldarar ekki að skrá viðburðinn á mörgum stöðum. Það er til dæmis öflugt viðburðadagatal hjá Markaðsstofunni, https://www.westfjords.is/is/upplifun/vidburdir sem mætti gera þannig úr garði að allir vefstjórar gætu nýtt sér það. Það er ekkert mikið af viðburðum þarna núna en það þéttist þegar vorar.

Viðburðamiðillinn þarf að vera auðveldur í notkun, vel þekktur og notaður af öllum sem eru með viðburði. Ef hann verður t.d. á síðu Markaðsstofunnar þurfa viðburðahaldarar að vera duglegir að vísa fólki þangað með hlekkjum frá sínum miðlum.

Of margir viðburðir fara framhjá fólki á svæðinu vegna ófullnægjandi kynningar og þeir sem halda viðburði eru allir spriklandi hver í sínu horni, aðallega við að reyna að ná athygli á Facebook - sem er svolítið einsog að reyna að syngja áberandi hæst á Þorrablóti þar sem allir eru vel við skál. Ef einhver héldi utan um alla menningarviðburði – bíósýningar, tónleika osfrv – og hefði það allt á einum stað er ég viss um að með tíð og tíma yrði það mikið notað. T.d. í samstarfi við BB.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information