Frystihúsið Vogar hf

Frystihúsið Vogar hf

Marka stefnu um hvernig a.m.k. hluta þess merka húss við höfnina, Vogar hf, verði varðveitt og fellt inn í nýtt hverfi þannig að sómi sé að. Með tilkomu húss þessa urðu straumhvörf í þróun þéttbýlis í Vogum 1943, merk saga að varðveita.

Points

Með tilkomu húss þessa og frystihússins Voga hf, sem var eitt af þeim allra fyrstu á Suðurnesjum, urðu straumhvörf í þróun þéttbýlis í Vogum 1943, merk saga sem ber að varðveita.

Tel að Sveitarfélagið eigi að bíða með að rífa þetta hús allt. Væri gaman a0 sjá kostnað við að gera hluta húsins upp og jafnvel gera þar byggðasafn, þar sem sögu sveitarfélagsins voga/Vatnsleysustrandarhrepps, verði gerð góð skil, einnig mætti gera merkum Vogamönnum hátt undir höfði. Yrði sorglegt að þetta hús víki fyrir einhverjum háhýsum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information