Lýðheilsuáætlanir skólahverfa

Lýðheilsuáætlanir skólahverfa

Vinna að lýðheilsuáætlun skólahverfa þar sem grunnskóli, leikskólar, félagsmiðstöðvar og foreldrar vinna saman. Byggja áætlanir meðal annars á niðurstöðum úr mælaborði barna.

Points

Forðast að börnum sé gert að mæta í lítt varða skóla á tímum heimsfaraldurs. Sem rekstraraðili grunnskóla og leikskóla er það Kópavogsbæjar að tryggja að starfsemin sé ekki í gangi í smitöldum. Skólastarfið er hvort eð er ekki meira en barnagæsla í slíku ástandi eins og stjórnendur, starfsmenn og nemendur hafa mátt reyna. Sífelldar sóttkvíar og sýnatökur sem eðlilega þarf að grípa til minnka svo enn rökin fyrir því að hafa skólastarf óbreytt, sérstaklega á tímum snjallvæðingar bæjarins.

Ekki þétta byggð í krin um grunn- og framhaldsskóla eins og verið er að gera núna á Traðarreit eystri. Meiri hætta er á slysum barna í umferðinni , þegar þau ganga í og úr skóla , þegar allar þessar blokkir byggjast í kring um skolana tvo.

Gera áætlun um að takmarka umferð og hraða bíla í grennd við grunnskóla þannig að foreldrar treysti sér frekar til að leyfa börnum að ganga í skólann. Líka að hafa sleppistæði fjær grunnnskólanum og örugga gönguleið frá sleppistæði inn í skólann. T.d. standa við skipulag um sleppistæði á bílastæði við Urðarbraut fyrir Kársnesskóla.

Kanna ferðavenjur grunnskóla- og leikskólabarna í öllum skolum og skoða og útfæra öruggar gönguleiðir fyrir alla í skólann. Hvetja foreldra til að ganga (og hjóla) með yngstu börnin frekar en að aka þeim.

Láta unglingastig hefja skóladaginn síðar (í fyrsta lagi kl 9) til að auka líkur á nægum svefni.

Áhersla verði lögð á andlega heilsu barna og ungmenna. Aðgengi að sálfræðing í skólum verði tryggt fyrir öll börn og sett sé af stað átak til að vekja athygli á mikilvægi andlegrar heilsu.

Þegar lýðheilsuáætlun skólahverfa verður unnin, ætti virkilega að horfa á fræðslu fyrir foreldra og kennara hvað varðar næringu, svefn, hreyfing og andlega heilsu. Að horft sé á fræðslu sem forvarnir fyrir einstaklingana sem eru að sinna börnunum. Einnig ætti að vera meiri fókus á forvarnir í starfinu með börnunum. Fræða börnin um mikilvægi hreyfingar svefns og næringar.

Markviss forvarnarfræðsla sé á öllum skólastigum skv.leiðbeiningum (Heilsueflandi skólar) til að efla heildræna heilsu barna/fjölskyldna þeirra og auka heilsulæsi samfélagsins. -Innleiða sérstök heilsunámskeið (2.stigs forvarnir) sem miðuð eru við þarfir barna skólans/bekkjarins og sjá til þess að börn í áhættuhópum komist með -Skipuleggja hvatningarátak/hrós/umbun fyrir heilsueflandi hegðun, hópastarf, virkninámskeið. -Bjóða sérstaka fyrirlestra/námskeið/ ráðgjöf fyrir börn í vanda

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information