Hreyfing fyrir alla aldurshópa

Hreyfing fyrir alla aldurshópa

Styðja áfram vel við íþrótta- og tómstundastarf í bænum og að íþróttastyrkir til starfsfólks geti nýst með fjölbreyttum hætti. Bæta við hreyfistöðvum og gönguhringjum víðsvegar um bæinn og hafa bekki til að hvílast á fyrir þá sem það þurfa.

Points

Útbúa umhverfi sem hvetur eldriborga og fatlaða til útiveru.

Það væri ráð að gefa íbúum aukið val um að fara styttri ferðir öðruvísi en á bíl og ná þannig aukinni hreyfingu dagsdaglega.

Að öll börn frá 2. ára aldri geti fengið frístundastyrk

Boðið verði upp á sértæk úrræði fyrir börn og unglinga sem af einhverjum orsökum farnast ekki vel í hefðbundnum íþróttum. T.d. börn/unglingar með félagskvíða, skynúrvinnsluvanda o.s.frv. Aukinn stuðningur, rólegra umhverfi, færri saman í hóp o.s.frv. Kanna mætti samstarf og/eða samráð við iðjuþjálfa, þroskaþjálfa, félagsráðgjafa, sálftæðinga, sjúkraþjálfara o.s.frv.

Stuðlað verði að að bættri lýðheilsu með því að halda úti svokallaða fjölskyldutíma í íþróttahúsum innan Kópavogs. Markmiðin með tímanum væri að búa til vettvang þar sem öll fjölskyldan gæti komið og leikið sér saman í íþróttum og átt góðar og jákvæðar samverustundir saman.

Að sundlaug iBoðaþingi sé opin á laugardögum og á sumrin og eins mikið og hægt se

Bætt verði gönguleið að Guðmundarlundi, hættulegt að ganga þangað á götunni í gegn um hesthúsahverfið bara hestastígur og gatan, ekki gott að vera þar á ferð með börn kv Rut María Jóhannesdóttir

Kópavogsbær veiti eldri borgurum íþrótta- og tómstundastyrki, sem mun koma til baka með betri heilsu og hreysti og dragi úr þörf fyrir heimaaðstoð síðar meir.

Ég legg til að bætt verði leið að Guðmundarlundi, lagður verði göngustígur gegnum hesthúsahverfið og gerður friðarlundur þar sem fólk getur setið og hlustað á fuglana og þögnina. Ekki meira að leiktækjum þarna, Guðmundur ætlaðist ekki til þess.

R

Samið verði við Janus Guðlaugsson um hreyfingar- og lífstílsverefni fyrir eldri borgara.

Bæta við göngu, hlaupa og hjólastíg meðfram Elliðavatni. Bæta við ruslatunnum, hvetja fólk til góðrar umgengni ( sér í lagi veiðimenn). Bæta við grillaðstöðu eða öðrum stöðum til samveru, hreyfingar eða hvíldar fyrir fjölskyldu og vini.

Tekin verði upp gjaldskylda í öllum opnum bílastæðum í eigu Kópavogsbæjar til að hvetja íbúa til hreyfingar í dagsins önn. Þegar frítt bílastæði bíður í enda ferðar hvetur það fólk til að velja bílinn frekar en að ganga eða hjóla stuttar vegalengdir. Vandamálið er að stór hluti bæjarbúa hreyfir sig nánast aldrei. Það er sá hópur sem allra mest þarf á hreyfingu að halda og gjaldskylda í bílastæðin hvetur þennan hóp til að hreyfa sig meira. Þetta er áhrifaríkasta leiðin til meiri hreyfingar.

Salta og sanda allar gangstéttir alltaf ekki bara stundum, mjög sárt að detta í hálku og rifbeinsbrjóta sig eins og ég lenti í 16.01.22 í göngu með hundinn minn, síðan ekki getað hreyft mig, hvað þá að fara í göngu.

Að eldri borgarar geti verið í leikfimi á morgnana í Gerpu-salnum í Salalaug. Er að hugsa um samskonar tíma og eru í kjallaranum á Sundlaug Kópavogs. Í dag eru fjölmargir eldri borgarar í tækjasalnum, en væri svo gott að geta fengið góðar liðleikaæfingar og teygjur.

Stígurinn í kringum Kársnes verði tvöfaldaður

Betri (helst yfirbyggð) hjólastæði sett upp við íþróttamannvirki og skóla, við stóra verslunarkjarna, eitthvað sem styður að grind og framdekk séu læst auðveldlega (ekki þessar lágu dekkjargrindur).

opnara flæði verði innan íþróttafélaga hjá börnum á yngsta stigi grunnskóla. Þær breytingar mættu eiga sér stað að ársgjald hjá íþróttafélagi gæfi börnum kost á því að færa sig úr einni íþrótt yfir í aðra. Myndi þetta kalla á minni skuldbindingu við ákveðna íþrótt og gæfi börnum færi á því að móta skoðanir og finna betur hvar áhugi þeirri liggur. Börn væru hugsanlega fyrri til að prófa nýjar leiðir í íþróttaiðkun.

Að sundlaugar verði opnar til 22 um helgar líka allan ársins hring. Kópavogur á ekki að vera eftirbátur Reykjavíkur hvað það varðar enda Sundl. Kópavogs besta laug höfuðborgarsv.

Bjóða markvissa og heildræna heilsufræðslu fyrir íbúa yfir 50 ára til að skapa heilsubætandi venjur og skilning á mikilvægi allra þátta daglegs lífs fyrir vellíðan til lengri tíma. - Hafa ákveðna viðveru hjúkrunarfræðings í þjónustumiðstöðvum eldri borgara bæjarins (heilsumælingar, heilsumat, ráðgjöf, heilsufræðsla, mat áheimili m.t.t.slysahættu ofl) -Hvatning til að nýta sér þá þjónustu sem er í boði (t.d. sundleikfimi, gönguhópar, íþróttastarf o.fl)

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information