Bæta og lengja stígakerfi bæjarins

Bæta og lengja stígakerfi bæjarins

Halda áfram að lengja og bæta stígakerfi bæjarins og aðlaga það fjölbreyttum þörfum íbúa. Að aðgreina göngu- og hjólastíga og fjölga bekkjum á gönguleiðum.

Points

aðgreina þarf betur hjóla- og gönguleiðir

Kópavogur er vinabær Óðinsvéa i Danmörku sem hefur margoft verið valin hjólreiðaborg Danmerkur og verið fjallað um i fréttum langt út fyrir landamæri. Væri ekki upplagt að sækja ráðgjöf þangað þvi stígakerfi Kópavogsbæjar er afskaplega tilviljanakennt og ekki hannað fyrir samgöngur. Með aukinni notkun reiðhjóla með rafmagnsmótor hefur orðið bylting i notkunarmöguleikum, sem og öðrum rafmagnshlaupahjólum og rafskutlum en stígakerfið algjörlega óundirbuið fyrir þa byltingu

Halda áfram að halda stígunum auðum á veturna svo hægt sé að nýta árið um kring

Bæta stígana sunnan megin á Kársnesinu, byggja þá upp og aðgreina göngu- og hjólastíga. Bæta líka lýsingu á stígunum á Kársnesinu.

Bæta við ruslatunnum við göngustíga sem auðveldar plokkurum og snyrtipinnum aðgengi að losa sig við rusl.

Það þarf nauðsinlega að setja nýja peru í ljósastaur á göngustíg í átt að Álfhólsskóla milli Tunguheiðar og Skálaheiðar!!!

Aðgreina betur hjóla og gönguleiðir - hafa listfræðslu á leiðinni... hlaðvarpstengsl við umhverfið er snilldarleið. auka listskreytingar við gönguleiðir. tón/mynd/list auðgar andann... :-)

Halda stígnum við sunnanvert Kársnes sem léttum frístundastíg við sjóinn og fjöruna. Gera frekar betri hjólastíg við skóla, sundlaug og miðsvæðis sem nýtist betur án þess að eyðileggja náttúruna.

Bæta þarf snjóruðning og söndun göngu-og hjólastíga (það var betra áður) Setja hraðatakmarkanir á stígana, 15 km. Kappreiðar eiga ekki heima á stígunum Fjölga ruslatunnum við stígana Gera göngustíga á vatnsbakkanum við Elliðavatn frá stíflu að Elliðavatnsbænum. Nú er nánast öll strandlengjan lokuð af en það er brot á lögum um aðgengi að ám og vötnum. Annars ber að hrósa bænum fyrir þétt stígakerfi

Bæta snjómokstur göngustíga inni í hverfum svo að allir: eldri borgarar, fatlaðir, börn og fólk með barnavagna geti farið ferða sinna gangandi daglega. Ekki bara moka aðalhjólaleiðir fyrir þá fáu sem stunda hjólamennsku að vetri. Það þurfa allir að geta hreyft sig árið um kring.

Það verði bætt við malarstígum eða haft meira og flatara gras við hliðina á öllum gangstígum. Það er miklu betra fyrir bein og liði að hafa mýkra undirlag en malbik og svo er það líka betra fyrir hunda. Til þess að Kópavogur verði ennþá meira heillandi sem hlaupabær þá mætti bæta við malarstígum og þá sérstaklega malarstígum sem ná samfellt yfir 1-3 km.

Bæta þarf uppbyggingu gangstétta á versturhluta Kársnes þar sem sum staðar eru gangstéttar einungis öðrum megin við götu, mjög mjóar og þröngar, eða bara ekki til staðar. Gangstéttar þurfa að vera báðum megin og við allar götur. Skipulag og uppbygging ganstétta og gangbrauta hafa ekki fylgt mikilli uppbyggingu þéttbýlis í hverfinu og er aðgengi gangandi vegfarenda um hverfið ekki gott. Einnig þyrfti að lækka hámarkshraða í kringum Hafnarbraut og bæta við hraðahindrunum.

Bæta þarf í stígakerfið og taka pláss af akreinum, sérstaklega þar sem þær eru þegar of breiðar og ýta undir hraðakstur. Lækka þarf hámarkshraða, sem dæmi á Kársnesbraut, til þess að gera virka ferðamáta þægilegri og meira aðlaðandi. Virkir ferðamátar verða að vera í fyrsta sæti og öll hönnun þarf að taka tillit til þess. Enda sýna rannsóknir glögglega að hver króna sem fer í virka ferðamáta skilar sér margfalt til baka.

Sammála þessu og tengja á öruggan hátt við stígakerfi nágrannasveitafélaga til að hægt sé að ferðast á hjóli á öruggan hátt um höfuðborgarsvæðið.

Aðgreina hjólastíga og göngustíga og bæta við

Margir sem búa í Lindahverfi og stunda íþróttir í Breiðablik/Sprothúsinu í smáranum. Legg til að stígurinn hjá Skógarlind, inn Dalveg og svo Dalsmára að Breiðablik/Sporthúsinu sé mokaður á veturnar svo hægt sé að hjóla. Einnig eru 3 innkeyrslur hjá Skógarlind (Krónan, Elko) og bílar ekki mikið að fylgjast með þrátt fyrir að gangandi/hjólandi sé klædd/ur í endurskinsvesti. Tel að fækka mætti innkeyrslum í 1 eða 2 vegna öryggis, gera gangbraut til að marka að þarna fari gangandi/hjólandi yfir.

Lýsing á mörgum göngustígum er mjög ábótavant, sérstaklega þar sem stígar sniglast milli íbúðahúsa eins og t.d. í Fjallalind. Getur verið stórhættulegt á veturna. Í Okkar Kópavogi eru núna fjölmargar tillögur um bætta lýsingu göngustíga sem bendir til að það þurfi að gera gagngert átak í lýsingarmálum.

Það þarf að stórbæta lýsingu á göngustígum á Vatnsenda (Hvörf, Þing og Kórar). Það er stórhættulegt að fara út að ganga á veturna, sums staðar er nánast engin lýsing. Einnig eru stígar oft bara ruddir/sandaðir öðru megin við akbrautir þannig að það gerir göngutúra síður ánægjulega og flækir oft málin fyrir skólabörn. Líka mjög langt á milli ruslatunna á þessum leiðum.

Bæta lýsingu á göngustígum. Lýsing í Kópavogi er almennt mjög slæm, dugar varla til að lýsa upp perustæðin í ljósastaurunum hvað þá nærumhverfið. Það er hreinlega öryggisatriði að gangandi vegfarendur sjái handa og fóta sinna skil á göngustígunum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information