Draga úr sorpi og endurvinna meira

Draga úr sorpi og endurvinna meira

Lögð verði áhersla á að efla meðvitund íbúa með fræðslu og leiðbeiningum þannig að draga megi úr sorpi og að skapa aðstæður til að auka hlut endurvinnanlegs sorps.

Points

Bærinn komi upp litlum gámum/tunnum þar sem hægt verður að henda lífrænum úrgangi

Leiti leiða til að hjálpa íbúum að minnka umfang endurvinnanlega úrgangs. Endurvinnslutunnur eru illa nýttar og fyllast fljótt en mest af lofti sem skapar sóun í flutningi.

Tekinn verði upp sorphirða og íbúum sköpuð aðstaða til að flokka lífrænt sorp og úr því sé unnin molta.

Sjá til þess að plastúrgangur sé raunverulega endurnýttur, og ekki bara settur í brennslu - nú, eða risastór vöruhús í Svíþjóð.

Hvetja íbúum og fyrirtæki að nota miklu minna plast. Hafa tunnur/ ílát fyrir lífrænan úrgang. Stefna á að sleppa að hirða blandað sorp og þannig hvetja öllum íbúum að flokka allt.

hvetja stofnanir bæjarins að innleiða flokkun. Bærinn á að vera fremstur í flokki í þeim efnum og fyrirmynd íbúa.

Lang mikilvægast að finna góða lausn til að jarðgera lífrænan úrgang. Þar sem Sorpa og Gaja hafa gjörsamlega klúðrað sínu hlutverki í þessu finnst mér að það þurfi að skoða hverfaskiptar lausnir, litlar jarðgerðarstöðvar sem sinna hver sínu hverfi á þægilegan hátt fyrir íbúa og þeir geti svo notað moltuna sem verður til.

SAmmála þessu en þá þarf að auðvelda íbúum að losa sig við endurvinnanlegt sorp á auðveldan hátt t.d. með grendargámum í nærumhverfi þeirra. Opnunartími Sorpu hentar ekki öllum

Að verslanir í Kópavogi bjóði upp á áfyllingar t.d. á hreinlætisvörum. Slíkt virðist bara í boði fyrir þá sem búa í Vesturbæ Reykjavíkur! Of langur bíltúr frá Vatnsenda!

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information