Göng undir Kópavogsbraut

Göng undir Kópavogsbraut

Það væri frábært að fá göng fyrir gangandi og hjólandi umferð undir Kópavogsbraut við hringtorgið sem liggur út á Hafnarfjarðarveg. Þetta er hættulegur staður þegar bílar koma akandi út úr hringtorginu út á Kópavogsbrautina því erfitt er að sjá gangandi og hjólandi vegfarendur. Ekki treysti ég barni til að fara eitt þarna yfir.

Points

Mikil nauðsyn þetta er aðal hjólaleið til Reykjavíkur fyrir þá sem koma frá Garðabæ og Hafnarirði

Stórhættulegt ástand þarna. Stígurinn er að mestu falinn bakvið grindverkið og þarna koma hjól og hlaupahjól oft á ferð beint út á gangbrautina en sjást ekki fyrr en á síðustu stundu. Sammála bráðabirgðalausn að fjarlægja/lækka grindverkið næst götunni, en göng eru sennilega besta framtíðarlausnin.

Göng mögulega til framtíðar en það mætti reyna að auka sýnileika þeirra sem koma á gang/hjólabrautinni. t.d. með því að lækka grindverkið, auka lýsingu fyrir kvöld og vetrartímann, eða veita stígnum öðruvísi meðfram götunni. Hjól og bílar fara þar oft um á sama hraða þegar þeir koma niður brekkuna og svo veldur það óvissu þegar kemur að gangbrautinni.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information