Hundagerði í Lindahverfi

Hundagerði í Lindahverfi

Það vantar hundagerði í Lindahverfi. Tel að lítið notaður reitur fyrir ofan Köldulind myndi henta. Það er nú þegar töluvert notað fyrir lausa hunda. Mundi um leið minnka líkur á að fólk sem ekki er hrifið af hundum mæti þeim lausum í göngu um hverfið.

Points

"Það er nauðsynlegt fyrir heilbrigði hunda að geta leikið sér frjálsir og öruggir með öðrum hundum. Hundur getur ekki fengið fulla útrás fyrir félags- og hreyfiþarfir sínar í bandi. Ef það er ekkert aðgengilegt hundasvæði neyðist fólk til að sleppa hundunum sínum þar sem það er öðrum til ama."

Þetta svæði er ekkert notað. Það eru einstaka hundaeigendur sem leyfa hundum sínum að hlaupa þarna frjálsir. Þetta vær frábært svæði í hundagerði. Aukin hundaeign í hverfinu og þörfin orðin talsverð. https://www.facebook.com/groups/hunfasamfelagid/permalink/4415977235152826/

Það eru engin bílastæði nálægt nema einkabílastæði og það mun fólk koma á bílum án þess að geta lagt löglega. Betra að finna annan stað þar sem hægt er að gera almennilega aðstöðu fyrir menn og dýr.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information