Rauverulegann göngustíg

Rauverulegann göngustíg

Banna hjólreiðar á göngustignum við sjóinn sunnan meginn á Kársnesinu og bæta aðgengi að sjálfri fjörunni eins og hægt er.

Points

Þessi gôngustígur á að vera fyrir gangandi umferð og rólega hjólamennsku. Þeir sem vilja fara hratt geta og eiga að fara yfir hálsinn. Svo eru stofnbrautir fyrir hraðhjól. Ef menn virða 10 km hraða eins og skilti og reglur gera ráð fyrir þá geta allir notið í sátt, en því miður fara hraðhjolamenn ekki eftir reglum og þá þarf að beina þeim á stofnbrautir. Það er friðuð fjara hér á Karsnesi og þannig verður hún áftam ! Ég hjóla á hverjum degi og nota aldrei gôngustíga fyrir hraðhjólamennsku.

Stoppið þessu að vera á móti hjólreiðamenn það er ekki gott #savethebigridingmen

Ég er svo sammála þessari hugmynd Það er algjör forréttindi að búa nálgægt sjónum og fjörunni. Það þarf því að bæta aðgengi fyrir sjósport. Það þarf að hanna það þannig að það verði í sátt við umhverfið og lífríkið. Líf í voginn fagra. Njóta en ekki þjóta.

Þarf ekki að banna alla hjólaumferð en amk hraðhjólamennsku og stóra hópa. Börn og rólegar hjólreiðar á blönduðum stíg í lagi. Huga að friðsæld, fuglalíf og fjöru.

Það mætti beina hraðhjólamennsku aðrar leiðir og hafa áfram þarna fjölskylduvænan tómstundarstíg fyrir gangandi og hægari hjólaumferð

Vil beina umferð þeirra sem eru að ferðast um yfir Kársnesið en ekki halda þeim við sjóinn. Hjóla umferð er að verða til vandræða rétt eins og umferðargötur. Hjóla stofnæðar eiga því ekki heima þarna

Bann allra hjólreiða er heldur mikið. Væri alveg stórkostlegt samt að sekta of hraðan akstur reiðhjóla og annar tækja á stígnum og láta sektina svíða smá. Ég hjóla sjálfur reglulega þarna um og vil geta haldi því áfram.

Þetta er einstakur staður til að njóta en ekki þjóta, fyrir gangandi og etv rólega hjólaumferð. Það er góð hugmynd að bæta bátaaðgengi.

Þetta er ekki góð hugmynd hjólastígurinn er mjög góður fyrir fólk.

Þessum stíg var ætlað að vera eingöngu göngustígur með þægilegu undirlagi, harðbala, til að hægt væri að ganga þar og njóta útsýnis og þess sem fjaran hefur upp á að bjóða nú þegar hún hefur verið hreinsuð af skólpi. Nú er þessi malbikaða braut að breytast í hraðbraut hjólreiðafólks, sem æðir þar áfram án nokkurns tilits til fótgangandi, eða áhuga á þeim nátturugæðum sem hann býður uppá.

Það væri frábært að útbúa tvöfaldan göngu- og hjólastíg á þessu svæði; þá geta gangandi sem hjólandi notið svæðisins án neinna árekstra. Aftur á móti þýðir ekkert að hreinlega banna hjólandi umferð - þessi stígur er mikilvæg tenging fyrir þá sem vilja fara milli Reykjavíkur og Garðabæjar / Hafnarfjarðar án þess að fara yfir hálsinn, og verður enn mikilvægari með komu brúar yfir Fossvoginn.

Hraða hjólreiðar eiga ekkert erindi á stígana við sjóinn á Kársnesi. Mæli með aðeins gangandi umferð þar til að njóta sjávarlofts, fjöru og útivistar!

Mæli með þessari hugmynd. Hraðhjólaumferð verði beint á aðra staði hverfisins, þar sem hraði á betur heima, en ljóst er að hröð eða mikil hjólaumferð á ekki heima á þessu útivistarsvæði margra. Strandlengjan er helsta perla Kársness þar sem hægt er að njóta útivistar í návígi við stöndina og náttúruna. E.t.v. væri hægt að komast að samkomulagi um að þeim sem hyggjast hjóla þessa leið verði sett skýr hraðatakmörk.

Væri flott að fá betra aðgengi að fjörunni fyrir þá sem stunda t.d. sjósport. Mikil lífsgæði að horfa á líf í voginum og ganga eða hlaupa meðfram ströndinni. Lækka meðalhraða hjólreiðafólks við voginn og bæta frekar hjólaakreinum beggja vegna á Kársnesbraut.

Banna? Í guðanna bænum. Prófið að fá ykkur rafhjól og upplifið stórkostlega skemmtilega hreyfingu. Og hættið að væla yfir fólki á hjóli. Breyta og bæta: Já. Græja tvöfaldan stíg takk.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information