Orkubúshúsið (1.áfangi) – hannað af heimamanni

Orkubúshúsið (1.áfangi) – hannað af heimamanni

Skilti við Orkubúshúsið til minningar um öflugt starf iðnaðarmanna við uppbyggingu þorpsins á Patró. Orkubúshúsið er dæmi um góða hönnun. Húsið teiknaði heimamaður, Guðjón Jóhannesson byggingarmeistari, í júní 1949. Um þetta leyti byggðist upp öflug starfsemi iðnaðarmanna & þorpið varð sjálfu sér nægt um allt er laut að vinnu við nýbyggingar. Guðjón teiknaði mörg hús á Patró (t.d. Bjarkargötu 6, Aðalstræti 85 & Urðargötu 26) & bera þau vitni um að hann fylgdist vel með straumum í byggingarlist.

Points

Áhugi almennings á byggingarlist og sögu byggðarlaga er sífellt að aukast og það eru ekki mörg þorp sem státa af því að heimamenn hafi hannað opinberar byggingar. Þess vegna tel ég sérstaklega mikilvægt að varðveita slíka sögu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information