Göngum og hjólum í Grindavík

Göngum og hjólum í Grindavík

Hugmyndin á í rauninni heima í öllum flokkum og tengjast heimsmarkmiðum Sameiðnuðu þjóðanna sem ekki er pláss til að telja upp hér. Hugmyndin er að setja myndarlegt fjármagn í að hrinda af stað öflugu þróunarverkefni til nokkurra ára, sem hefur það að markmiði að gera Grindavík að bæ þar sem allir sem vettlingi geta valdið velji virkan samgöngumáta til og frá vinnu og/eða skóla. Hrinda þarf reglulega af stað hvatningarátaki, bæta aðstöðu og samböngur fyrir hjólandi og gangandi í bæjarfélaginu.

Points

Með því að fara í öflugt þróunar- og hvatningarátaki meðal allra aldurshópa þar sem allar stofnanir eru virkjaðar með fræðslu og hvatningu gæti Grindavík orðið í fararbroddi virkra samgangna á Íslandi sem stuðlar að sjálfbærni í víðum skilningi. Samgöngur hér eru auðveldar bæði vegna fjarlægðar á milli staða og sléttlendis og sýna rannsóknir að samgönguvenjur eru vanabundnar og breytingar á ferðavenjum eru oft meira andleg áskorun en að það sé raunverulega ekki hægt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information