Nýtt sundlaugarsvæði með innisundlaug og barnvænu útisvæði

Nýtt sundlaugarsvæði með innisundlaug og barnvænu útisvæði

Að sundlaugarsvæðið sé allt tekið í gegn. Byggð sé innisundlaug og svo stórbætt útisvæði fyrir fjölskyldur þannig að börn geti leikið sér og foreldrar fylgst með af þægilegum stað en samt innan seilingar. Góð gufa og alvöru kaldur pottur. Með útisvæði má t.d. horfa til Vestmannaeyja og með kaldan pott er gott að horfa til Ásgarðs í Garðabæ en þar er kaldi potturinn eins og göngubraut svo auðvelt er að labba inn kalda pottinn og svo upp úr.

Points

Líst vel á þessa hugmynd. Og við þurfum ekkert að finna upp “nýtt hjól” í þessum efnum. Nýtum það góða sem aðrir hafa gert. Fáið fólk til að segja sína skoðun sem er að nota sundlaugar um allt land til að benda á góðar laugar

Innisundlaug nýtist best öllum þeim sem synda reglulega, sérstaklega sunddeildinni, eldri borgurum, gigtveikum, endurhæfingu og ungbarnasundi. Gott útisvæði er fullkomið fyrir barnafjölskyldur og góða sumardaga. Gæti einnig gert Grindavík að skemmtilegum sunnudagsbíltúr líkt og íbúar höfuðborgarsvæðisins gera núna til að fara í sund í Reykjanesbæ og Þorlákshöfn.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information