Gervigreindarnámskeið fyrir grunnskólanemendur

Gervigreindarnámskeið fyrir grunnskólanemendur

Námskeið um gervigreind fyrir grunnskólanemendur. Nemendur kynnast hvað gervigreind er og hvernig hún snertir líf þeirra. Námsefnið er það fyrsta sinnar tegundar, sem samið er á íslensku. Áhersla er lögð á að brjóta námsefnið niður í litlar einingar og nýta mynd- og hljóð til að gera hverja fræðslueiningu sem aðgengilegasta. Nýjustu tækni er beitt til að gera námið skiljanlegt og aðgengilegt öllum nemendum, líkt og kveðið er á um í Skóla án aðgreiningar. Námsefnið hentar því jafnt öllum nemendum; óháð kyni, félagslegum bakgrunni, fötlun eða fyrri reynslu. Þá hafa notendaprófanir, sem lagðar hafa verið fyrir breiðan hóp þátttakenda, komið sérstaklega vel út. Námsefnið er sett fram á sérstökum kennsluvef en það má einnig nálgast í sérhönnuðu smáforriti (appi), sem hannað er fyrir allar tegundir snjalltækja. Með námskeiðinu er boðið upp á stuðning við kennara sem hyggjast ræða námsefnið við nemendur en einnig getur kennari á vegum fyrirtækisins svarað spurningum og dýpkað umræður í persónu eða í gegnum netið. Hægt er að aðlaga námsefnið að þörfum ólíkra aldurshópa.

Points

Grunngreining frá stafræna þróunarteymi Sambandsins Tæknilegt flækjustig 🟢 Ávinningur fyrir notendur og bætt þjónusta 🟠 Fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélag 🟠

Útskýringar = 🟢 Grænt merkir: Tæknilegt flækjustig lítið Ávinningur fyrir notendur og bætt þjónusta mikil Fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélag mikill 🟡 Gult merkir : Tæknilegt flækjustig miðlungs Ávinningur fyrir notendur og bætt þjónusta miðlungs Fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélag miðlungs 🟠 Rautt merkir: Tæknilegt flækjustig mikið Ávinningur fyrir notendur og bætt þjónusta lítil Fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélag lítill

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information