Ábendingakerfi

Ábendingakerfi

Verkefnið snýst um að setja upp ábendingagátt fyrir sveitarfélögin á grunni ábendingagáttar sem þróuð var upphaflega af Reykjavík og þróuð frekar af Hafnarfirði, Kópavogi og Árborg. Í þessu verkefni var samið við fyrirtæki um að uppfæra kerfið sem var smíðað í opnu vefumhverfi, úr DRUPAL 7 í DRUPAL 9, og um leið innleiða breytingar á viðmóti og virkni út frá reynslu sem komin er á kerfið. Kerfið er einnig hannað með það í huga að bakendi kerfisins þurfi ekki endilega að vera tengdur framendanum. Það þýðir að hægt sé að útbúa app, annað hvort sérsmíðað fyrir hvert símtæki, eða React vefapp, sem myndi hafa samskipti við gagnagrunninn (bakendann). Hlekkur = https://abendingar.reykjavik.is

Points

Umsögn og ábending frá stafræna þróunarteymi Sambandsins Tæknilegt flækjustig 🟡 Ávinningur fyrir notendur og bætt þjónusta 🟢 Fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélag 🟠

Útskýringar = 🟢 Grænt merkir: Tæknilegt flækjustig lítið Ávinningur fyrir notendur og bætt þjónusta mikil Fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélag mikill 🟡 Gult merkir : Tæknilegt flækjustig miðlungs Ávinningur fyrir notendur og bætt þjónusta miðlungs Fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélag miðlungs 🟠 Rautt merkir: Tæknilegt flækjustig mikið Ávinningur fyrir notendur og bætt þjónusta lítil Fjárhagslegur ávinningur fyrir sveitarfélag lítill

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information