Hraðahindrun á Breiðhól.

Hraðahindrun á Breiðhól.

Þörf er á nýrri hraðahindrun á Breiðhól þar sem sú sem er þar nú þegar gegnir engu gagni.

Points

Sammála og já þessi hraðarhindrun gerir lítið sem ekkert.

Þörf er á nýrri hraðahindrun á Breiðhól þar sem sú sem er þar nú þegar gegnir engu gagni. Það hægja flestir lítið sem ekkert á sér þegar yfir hana er farið. Nýlega voru settar upp hlaðnar hraðahindranir víðsvegar um bæinn en ekki nýtt tækifærið og byggt upp slíka á mögulega fjölförnustu innkomu bæjarins sem á sama tíma hýsir mikinn fjölda barna. Tillagan er s.s. sú, að fjarlægja þetta "vill vera hraðahindrun en er bara hljóðmengun" af Breiðhól og gera nýja almennilega eins og annars staðar.

Sammála þessu! Einnig mætti setja þreingingu við beijuna út úr Breiðhól og á Sandhól bíð eftir þvi að það verði hér stórslys!

Sammála þessu, flestir sem koma inní bæjarfélagið til þess að sækja börnin sín á leikskólann eiga leið um þessa götu. Það þarf að kippa þessu í liðinn eða jafnvel loka frà Byggðaveginum niður á Breiðhólinn.

Þarna er fullt af börnum að leik og virkilega hættulegt hversu hratt er keyrt og þar að auki stórir vörubílar sem stytta sér leið. Skelfilegt.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information