Samstarf við foreldra og reglubundin endurgjöf

Samstarf við foreldra og reglubundin endurgjöf

Styrkja samvinnu við foreldra og tryggja reglubundna endurgjöf. Stefnt er að því að skólar verði hjartað í hverju skólahverfi til náms, samveru, tómstunda og leiksog önnur mannvirki bæjarfélagsins verði íbúum einnig aðgengileg. Foreldrar verði þannig virkir þátttakendur í mótun og framkvæmd menntuna,r óháð því hvar námið fer fram,. og fái til þess stuðning. Lagð verði upp með að virkja sem flesta foreldra til þátttöku með fjölbreyttri fræðslu og annars konar stuðningi. Horft verði sérstaklega til samvinnu við foreldra barna af erlendum uppruna.

Points

Hér mætti setja inn hugtakið lærdómssamfélag

Auka hvatningu og fræðslu til foreldra leikskólabarna um gagnsemi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar hvað varðar hljóðkerfisvitund og stafaþekkingu.

Efla samstarf við foreldrafélög og Samkóp. Tengja foreldrafélög með enn virkari hætti inn í starfsemi skólans. Í tengslum við þessa endurskoðun menntatefnu mætti taka til skoðunar tilgang og hlutverk foreldrafélaga.

Upplýsingagjöf til foreldra þarf að bæta. Mentor ekki nógu aðgengilegur að mínu mati og því mikil tækifæri til staðar í að bæta rafræna upplýsingagjöf.

Menntastofnunum vantar betri hugúnað/app til að deila á öruggan en auðveldan og fljótan hátt öllum dásamlegu litlu augnablikunum og sigrunum sem eiga sér stað í öllu námi á hverjum degi. Þannig náum við til foreldra, þeir hafa einlægan áhuga á að sjá barnið sitt við leik og störf og það þarf að vera auðvelt að deila því með foreldrum. Mikilvægt að hægt sé að velja um nokkur tungumál svo að nýtist sem flestum foreldrum.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information