Lærdómssamfélag án aðgreiningar

Lærdómssamfélag án aðgreiningar

Móta lærdómssamfélag án aðgreiningar Börnum verði tryggð jöfn tækifæri til náms og þroska í sínu nærumhverfi í samræmi við stefnu um menntun án aðgreiningar. Í þessu tilliti verði skoðuð tækifæri til aðlögunar núverandi skipulags, kennsluaðferða, námsmats, kennsluhátta, námsefnis og námsaðstöðu með það það markmiði að tryggja að einstaklingsbundnar þarfir séu ávallt í fyrirrúmi. Áhersla verði á fræðslu, þjálfun og nauðsynlegan stuðning til starfsfólks og stjórnenda við innleiðingu stefnunnar.

Points

Til þess að ná þessu fram þarf að ráða inn fleira starfsfólk. Það er ekki hægt að henda fram frábærum hugmyndum fyrir útópíska veröld þegar raunveruleikinn er sá að einn kennari þarf að hafa umsjón með 20-30 börnum. Það er of mikið álag á jafnvel færustu kennara og engin leið að tryggja að einstaklingsbundnar þarfir séu í fyrirrúmi. Borga betur, ráða fleiri. Framtíð barnanna okkar er í húfi.

Hugtakið lærdómssamfélag mætti koma víðar við í menntastefnu Kópavogs - ég hef aðeins séð það hér þar sem fjallað er um skólastarf án aðgreiningar - mætti víkka og hafa lærdómssamfélag strax í grunni stefnunnar.

Ég myndi vilja sjá meiri fjölbreytni í íþróttakennsluna. T.d bæta við joga, dans og fleira.

Með spjaldtölvum er hægt að að hafa alvöru einstaklingsbundið nám þar sem nemendur óháð aldri eru saman í tíma með kennurum og leysa sín verkefni á eigin hraða. Samanburður milli nemenda dettur út því þau geta ekki séð hvar hver og einn er staddur. Þetta kennsluform er núna tilraunaverkefni í Kanada og hefur gefist vel, jafnt fyrir framúrskarandi nemendur sem og þá sem þurfa lengri tíma. Hentar líka vel nýbúum og tvítyngdum börnum. Okkar kerfi hentar best bara börnum sem eru nokkuð góð í flestu.

Mikilvægt að tryggja að allir nemendur á öllum skólastigum fái sömu námstækifæri. Óháð búsetu innan Kópavogs. Hér vil ég sérstaklega nefna starf leikskóla Kópavogs. Margir skólar bjóða upp á fjölbreytt tækifæri með íþróttum, leikjum og hreyfingu (t.d. fara í íþróttahús 1-2x) aðrir bjóða upp á fylgd á stutt sundnámskeið.

Leikskólabörn í Kópavogi eru fleiri á hvern starfsmann en í mörgum öðrum sveitarfélögum t.d. Reykjavík. Einnig kemur engin uppbót fyrir starfsmenn sem eru í styttingu (sem er þó styttri hjá starfsmönnum menntastofnana en margra annarra starfsmanna bæjarfélagsins!). Þó að bara annað að þessum atriðum yrði bætt myndi það auka til muna möguleika kennara í leikskóla til að stuðla að lærdómssamfélagi án aðgreiningar. Styrkur grunnur (þ.e. góð mönnun) gerir lærdómssamfélag án aðgreiningar raunhæfara.

Skóli án aðgreiningar gengur ekki upp ef allir eru í rauninni útundan. Kennarar og starfsfólk þar með talið.. Stefnan hefur verið rekin sem sparnaðaraðgerð frekar en menntastefna í skammarlega langan tíma. Það þarf fjármagn, fleira starfsfólk, svigrúm til að starfsfólk geti sinnt starfinu en ekki endalausri skriffinnsku. Minni bekkir, meira starfsfólk, minni skólar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information