Útivistarsvæði fyrir hunda- og eigendur þeirra

Útivistarsvæði fyrir hunda- og eigendur þeirra

Útivist getur komið til af mörgu, m.a. af því að eiga hund(a) og hafa athvarf þar sem þeir eru velkomnir með eigendum sínum. Svæði þar sem eigendur hunda geta komið saman með hundana sína og sleppt lausum og geta á meðan spjallað sín í milli meðan hundarnir eru að leik. Þetta eykur ánægju besta vinar mannsins og ekki síður eigendanna. Útivist og meira fjör!

Points

Ég er 46 ára og hef átt 3 hunda um ævina, þann fyrsta þegar ég var 12 ára gamall. Hér á árum áður fóru menn hingað og þangað út í náttúruna og gátu átt "samfagnað", bæði dýr og menn án vandkvæða. Nú hefur þrengt verulega að almennilegu "frjálsu" svæði og úr því þarf að leysa, öllum til gagns, hundlausum, hundaeigendum og ferfætlingunum sjálfum. Aðalatriðið er að standa vel að þessu svo það sé öllum til sóma!

Auðvelt væri t.d. að girða af Óla Run túnið (túnið við Brekkuhvamm og Lindarhvamm), setja upp nokkrar ruslatunnur og bekki / útileguborð innan girðingarinnar. Þá er búið að bæta aðsstöðuna fyrir bæði börn og hunda þ.s. allir geta verið lausir innan girðingarinnar án þess að eiga á hættu á að hlaupa út á götu. Það eina sem er á túninu núna eru tvö fótboltamörk og mjög auðvelt að missa bolta út á Ásbrautina. Líka stutt að ganga þangað fyrir næstum alla Hafnfirðinga.

Það er til svæði fyrir hundaeigendur í Hafnarfirði hjá Hvaleyrarvatni þannig að þetta er óþarfi

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information