Hættum að selja upprunavottorð á raforku til útlanda

Hættum að selja upprunavottorð á raforku til útlanda

Íslensku orkufyrirtækin grænþvoðu 8.602,142 tonn (átta milljón sexhundruð og tvö þúsund, eitt hundrað fjörtíu og tvö tonn) af kolefnislosun í Evrópu árið 2017 með sölu upprunavottorða raforku. Umhverfisverndarsinnaðir neytendur í Evrópu eru miskunnarlaust blekktir m.a. af íslensku orkufyrirtækjunum, þegar að neytendurnir telja sig kaupa vörur unnar með grænni orku en varan er í reynd unnin með orku úr olíu, kolum eða kjarnorku. Þessi grænþvottur er siðblint athæfi og okkur til skammar.

Points

Ísland flytur ekki út raforku og ætti því á eingöngu að selja upprunavottorð raforku sem framleidd er með umhverfisvænum hætti á Íslandi, til fyrirtækja sem framleiða vörur hérlendis. Hægt væri að bjóða fleiri erlendum iðnfyrirtækjum að framleiða vörur sínar hérlendis þar sem að umhverfisvæn raforka er sannarlega í boði. Hættum að grænþvo erlenda, umhverfisspillandi raforkuframleiðslu sem veldur mikilli kolefnislosun. Þó svo að ísl. raforkufyrirtæki stórgræði á þessari sölu þá er hún siðlaus!

Alls ekki sammála. Þessi aðferð að skattleggja óhreinu orkuframleiðsluna með því að skylda þau til að framleiða eða afla sér hreinni orku vottorðs er skilvirk leið til að skattleggja úrelta orkuöflun án óskilvirkni þess að opinberir aðilar hafi milligöngu um það. Hrein orkufyrirtækin ganga betur með sölu vottorps og geta fjárfest í stækkun en gamaldags orkuframleiðsla í fullafskrifuðum fjárfestingum verður stöðugt óhagkvæmari. Peningar inn í landið án flutningskostnaðar og sæstrengs. Love it

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information