Hættum að vera hálfvitar lokum og bönnum stóriðjur á Íslandi

Hættum að vera hálfvitar lokum og bönnum stóriðjur á Íslandi

Notum rafmagnið sem fer í stóriðjur í framleiðslu á ávöxtum og grænmeti. Niðurgreiðum rafmagn til matvælaframleiðslu. Við getum ræktað allt sem við þörfnumst hér og þurfum ekki að flytja það frá fjarlægum stöðum með tilheyrandi mengun. Sýnum í verki að okkur sé alvara þegar við segjumst ætla að minnka kolefnisspotin. Með þessum aðferðum gerum við það svo um munar og getur verið öðrum hvatning og fyrirmynd. Hættum að vera hálfvitar. Við eigum bara eina jörð.

Points

Þessi mál hljóta alltaf að fara eftir meirihlutavilja í hverjum landsfjórðungi fyrir sig. Þar ætti afstaða til þessara mála að vera tekin. Ég er ekki endilega fylgjandi stóriðjum. Afstaða fólks til stóriðju á ekki heima í stjórnarskránni.

Við þurfum líka að hugsa um loftslagsbreytingar á alþjóðavísu. Ísland er að framleiða ýmsar nauðsynjavörur með notkun endurnýjanlegrar orku. Kína framleiðir ál með því að brenna kol. Það væri því umhverfisvænt af okkur Íslendingum að framleiða meira rafmagn og nýta í að útvega nauðsynjar á umhverfisvænan hátt.

Við flytjum mengandi efni á mengandi hátt í þessar mengandi stóriðjur. Flytjum svo afurðirnar út á mengandi hátt. Stóriðjurnar menga svo fyrir okkur landið og loftið og þar með skemmum við meira fyrir jörðinni okkar en ásættanlegt er. Þeir sem græða á þessu eru engir þegar upp er staðið, við eigum bara eina jörð.

Tek undir rökin hér að ofan, við hljótum að minnka kolefnissporin mikið með því að minnka alla þessa flutninga fram og tilbaka frá fjarlægum slóðum, og mengunin hér á landi vegna útblásturs verksmiðjanna myndi minnka.

Það fer ekki saman að ætla að draga úr mengun og halda lýðheilsumálum hátt ef mengun á svo að fá að líðast í nábýli við íbúabyggð. Er einnig á skjön við Parísarsáttmálann og stjórnmálamenn geti ekki falið sig á bakvið að við séum bara að nota evrópskar losunarheimildir, það erum við sem missum heilsuna en ekki þeir sem "redda" okkur losunarheimildir.

Sumu af þessu má vera sammála, öðru ekki, en á varla heima í stjórnarskrá sem á að vera almenn og ekki að taka nákvæmlega á því hvernig við sinnum okkar raforkudreifingu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information