Leikskólinn Fífusalir - endurbætur á lóð

Leikskólinn Fífusalir - endurbætur á lóð

Það er kominn tími á frekari endurbætur á leikskólalóðinni. Þörf er á mjúku undirlagi, ungbarnarólum og svo mætti endurnýja leiktæki og bæta við nýjum.

Points

Löngu tímabært að lappa aðeins upp á leikskólalóðina! Setja ungbarnarólur, mjúkt undirlag, laga hólinn, mála kofana sem virðist ekki hafa verið gert í mörg ár.

Útileiksvæði Fífusala er mikið notuð á leikskólatíma og ekki síður um helgar þar sem þetta er helsta leiksvæði yngri barna í hverfinu.

Orðið frekar sjúskað og illa hirt

Það er kominn tími á endurbætur á leikskólalóð Fífusala, það eru t.a.m. engar ungbarnarólur á svæðinu eins og eru komnar á margar aðrar leikskólalóðir í Kópavogi. Einnig er mikilvægt að setja mjúkt undirlag á svæðið í stærri garðinum, undir kastalann og vegasöltin þar sem í dag er möl og einnig mætti lagfæra skemmtilega hólinn sem er á svæðinu þannig að hann nýtist betur í leik.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information