Hestamennska

Hestamennska

Draga úr umferðarhraða í og við svæði Hestamannafélagsins Spretts. Bæta lýsingu og klára reiðvegi á skipulagi, færa ökuleiðina í Guðmundarlund þangað sem hún er teiknuð á skipulagi

Points

Setja upp umferðarskilti og hraðahindranir,, sérstaklega þar sem reið götur þvera akveg.

Aðgreina reiðhjóla og göngu/hlaupa umferð frá reiðgötum.

Mikil slysahætta fyrir hestamenn að hafa hjólin, hestar eru flóttadýr og hræðast hjól og vagna.

Umferð bíla, hjóla og hesta á ekki saman

Taka steypta kanntinn þar sem maður keyri upp götuna í efra hverfið þar sem slysin hafa verið ,eins og td í fyrra þegar hesturinn datt með stelpuna/konuna. setja betri lysingu meðfram reiðleiðum, og setja ljós hjá stóra gerðinu

Loka fyrir gegnum keyrslu um svæðið með þvi að loka fyrir innkeyrsluna sem snýr að kórum og þingum. Laga þá reiðvegi sem komnir eru. Ekki verra að bæta fleirum við. Línuvegur er td alveg ömurlegur reiðvegur.

Halda göngu- hjóla- og ökuleiðum frá reiðleiðum. Einnig er efni í hluta af reiðvegunum of gróft (rennimöl) sem getur ollið óhöppum t.d. Þegar riðið er niður brekkur. Síðan þyrfti að fara að huga að beyjunni þegar er beygt inn á Hattarvelli frá vatnsendavegi/elliðavatnsvegi. Umferð þar er alltof hröð og beyjan er ekki nægilega vel merkt.

Mikil hætta getur skapast þegar akandi og hjólandi umferð er blandað saman við, og jafnvel látin þvera, reiðleiðir hestamanna. Til að gæta að öryggi allra er mikilvægt að fjölga og klára þá reiðvegi sem eru á skipulagi.

Mikill hraði umferðar um Markaveg veldur hættástandi, umferð að Guðmundarlundi og á Vatnsendaheiði er um hesthúsagötu, Landsenda, á ekki að vera svo samkvæmt skipulag. Reiðvegir út frá Kjóavöllum til austurs eru í döpru ástandi eða illa viðhaldið, sama á við um reiðvegi í Þinga- og Hvarfahverfum.

Draga úr hraðakstri í gegnum hverfið og að Guðmundarlundi. Bæta reiðvegi og lýsingu á svæðinu, bæta við styttri reiðleiðum nálægt hverfinu, dettur td í hug fyrir ofan Vífilstaðaveg í átt að Austurkór þar er mói sem væri hægt að gera reiðveg í kringum. Bæta reiðvegi og aðskilja frá annari umferð fyrir austan hverfin í kringum Guðmundarlund og nágrenni að Heiðmörk. Merkja reiðvegi, að um reiðveg sé að ræða og að akstur ökutækja sé bönnuð. Bæta umhverið í kringum Samskipahöllina, bæta við gerðum

Hættulegt þegar hraðatakmarkanir á Markavegi eru ekki virtar. Þarna þurfa hestamenn bæði að þvera veginn og ríða meðfram. Ég hef lent í því að tekið sé frammúr mér á þessari götu þegar ég hef keyrt hana og virt hraðatakmarkanir. Vegurinn bíður uppá mikinn hraða og virðist vera notaður af íbúum Kópavogs til að stytta sér leið inn í Þingahverfið. Það fer illa saman hraðakstur og hestamennska. Bæði geta hestar fælst vegna hávaða útfrá hraðakstri sem og slys getur orðið þegar vegur er þveraður.

Umferð bíla, hjóla og hesta á ekki saman. Það þarf að draga úr umferðarhraða í kringum svæði Hestamannafélagsins Spretts sérstaklega á Markarvegi, sem margir nota fyrir gegnumakstur. Bæta lýsingu og klára reiðvegi á skipulagi.

Draga úr umferðarhraða í og við svæði Hestamannafélagsins Spretts sér í lagi á Markarvegi, sem margir óviðkomandi nota fyrir gegnumakstur. Bæta lýsingu og klára reiðvegi á skipulagi. Bæta við hraðahindrunum og auka lýsingu innan hverfis þar sem reiðleiðir þvera akveg. Umhverfismál. Frágangur umhverfis reiðhöll, skipuleggja gróðurbelti og ganga frá svæðinu neðan við Básaskarð sem í dag er eitt drullusvað. Gerum svæðið aðlaðandi fyrir Landsmót 2022

Setja almennilegar hraðahindranir á Markaveg svo bílstjórar, sem ekki eiga erindi í hesthúsahverfin, sjái sér ekki hag í að aka Markaveginn. Merkja hámarkshraða í hesthúsahvefunum, einnig á leiðinni upp í Guðmundarlund. Fjölga reiðleiðum, bæði lengri og skemmri. Tilvalið að búa til góða reiðleið í Sandahlíðinni, helst upplýsta. Svo væri spennandi staður að fá reiðleið í kringum Rjúpnadalinn, gegnt Andvara.

Gæti ekki verið meira sammála, Hef oft verið vör við mikinn hraðakstur í gegnum hverfið af íbúum sem eru trúlega að stytta sér leið, oft hefur ekki munað miklu að börn, fólk og hross hafi nærri orðið fyrir stórslysi. Einnig er allt of lítið af upplýsingaskiltum á reiðvegunum og öðrum vegum sem sýnir hvaða umferð er leyfð á viðkomandi veg, sem þarf að bæta.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information