Leiksvæði í Glaðheimahverfi

Leiksvæði í Glaðheimahverfi

Það vantar nauðsynlega leiksvæði í Glaðheimahverfið. Víðast hvar í Kópavogi eru lítil leiksvæði sem henta litlum börnum. Í hverfinu eru fjölmörg börn og þó leikskólinn Dalur sé í göngufæri er þetta löng leið fyrir stuttar fætur. Búið er að setja upp 5 rólur í miðju hverfisins en hægt væri að hafa leiksvæði við hlið þeirra. Hafa mætti leiksvæðið sem er við hlið leikskólans Dals til hliðsjónar. Í hverfaskipulagi var gert ráð fyrir leikskóla í miðju hverfis en fallið hefur verið frá því.

Points

Ekkert leiksvæði fyrir utan rólur er í hverfinu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information