Taka upp "ranked choice voting" (vegin atkvæði)

Taka upp "ranked choice voting" (vegin atkvæði)

Með "ranked choice voting" er ekki sett X við einn flokk heldur getur kjósandi raðað flokkum í þeirri röð sem hann vill; merkt flokka með 1, 2, 3... ; eins langt og honum sýnist. Þegar talið er úr kjörkössum er talið alla sem sem voru fyrsti valkostur kjósenda. Ef þinn fyrsti valkostur kemst ekki inn þá er gengið á röðina og atkvæðið gefið til þíns næsta valkosts. Þannig er haldið áfram þar til val þitt kemst inn eða þar til farið hefur verið í gegnum alla flokka sem þú hefur gefið númer.

Points

Ekki hrifin af stjórnmálaflokkum almennt og er hlynnt öllu sem dregur út vægi valds og spillingar

Góð hugmynd í rafrænum kosningum að deila atkvæði milli framboða, jafnvel milli helstu málaflokka

Í rafrænum kosningum mætti skipta atkvæði milli framboða eða jafnvel milli helstu málaflokka og þannig “aukið lýðræði” við stjórnarmyndanir

Auðvitað. Misréttið í vægi atkvæða er hrópandi og við erum ein þjóð í þessu landi og því þurfum við ekki öll þessi kjördæmi.

Það er góð hugmynd, en það er skrifað ranked 'choice' voting.

Það gerist stundum að allt of mikið af atkvæðum dauð niður í kosningum bæði til Alþingis og sveitarstjórna á Íslandi. Þetta er ágæt leið til að vinna gegn því!

Slíkt kosningakerfi myndi auka lýðræði þar sem fólki er ekki refsað fyrir að kjósa óvinsæla eða litla flokka. Einnig myndi þetta eyða "taktískum atkvæðum" þar sem það er engin ástæða til að kjósa stóran flokk bara út af því að þinn fyrsti valkostur kæmist mögulega ekki inn.

Skilur fleirri eftir ánægða með kosningar. Ef ég vil flokk X meira en flokk Z en langar samt mest að kjósa Y þá get ég sett Y í 1. sæti og X í 2. sæti. Atkvæði mínu er því ekki eytt í Y ef þeir koma manni ekki inn. Við losum okkur þannig við dauð atkvæði. Það er fátt jafn niðurdrepandi fyrir lýðræði og að líða eins og atkvæði þitt hafi ekkert vægi eða að þú neyðist til að kjósa flokk því flokkurinn sem þú vilt kjósa á ekki séns.

Ég er enginn harður andstæðingur þessa kerfis en sé ekki tilganginn. Ég kýs þann flokk sem er næst mínum lífsskoðunum. Lendi ég í vandræðum með að finna flokk skila ég auðu.

Flækir bara konsningakerfið meira og gerir það ógagnsærra.

Ég tel að þetta fyrirkomulag myndi auka á öll flækjustig tengt vali á æðstu mönnum í stjórn landsins.

Ég er alls ekki viss um ágæti forgangsröðunaraðferða. Kosningakerfið á ekki að leysa öll heimsins vandamál og taka það ómak af kjósandanum að þurfa að hugsa strategískt í einhverjum tilfellum. Það er endalaust af könnunum til sem gefa kjósendum upplýsingar um stöðuna í baráttunni. Ef flokkur á ekki séns þá getur skynsamur kjósandi ákveðið að fara með atkvæðið annað. Og raunar held ég að a) flækjustig b) það að erfiðara er að gera kannanir í svona umhverfi séu sterk rök gegn svona hugmyndum.

Það er svo sem sjálfsagt að fá að merkja við næsta valkost ef þinn uppáhalds nær ekki kjöri. Fyrst þarf þó að byrja á að fjarlægja svokallaða þröskulda (5%) þröskuldinn og láta atkvæði gilda að fullu. Vegin atkvæði breyta ekki svo miklu ef þröskuldarnir eru áfram sem er ólýðræðislegasta rugl sem hægt er að láta sér detta til hugar að nota í kosningum.

Það sem hér er nefnt "Ranked choice voting" er sértilvik af aðferðinni sem notuð var við kjör Stjórnlagaþingsins sáluga, aðferð færanlegs atkvæðis (STV). Sem aðferð við val á flokkum á hún aðeins við vegna 5%-þröskuldsins. Leyfi mér að vísa í skrif mín um þetta: http://thorkellhelgason.is/?p=2702

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information