Frumvarp stjórnlagaráðs: Persónukjör og jafnt atkvæðavægi!

Frumvarp stjórnlagaráðs: Persónukjör og jafnt atkvæðavægi!

Í frumvarpi stjórnlagaráðs eru ákvæði um jafnt atkvæðavægi og persónukjör ... sem væri til mikilla bóta. Við kusum stjórnlagaráð og síðan var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur hennar. Í þeirri nýju stjórnarskrá eru skýr ákvæði um hvernig almenningur getur breytt stjórnarskránni. Ef þingið getur hunsað þessa þjóðaratkvæðagreiðslu mun það geta hunsað þetta samráð alveg jafn auðveldlega.

Points

Ef alþingi/þingheimur hunsar vilja meirihluta þjóðar sem fram hefur komið í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá er slíkt tilræði við lýðræðið einmitt langbestu rökin fyrir þvi að einmitt sú þjóð þarf að geta kosið fulltrúa á þing beinni kosningu og þannig út af þingi í refsingarskyni í næstu kosningum og hver einstaklingur/kjósandi/atkvæði jafn að vægi yfir landið allt!

Þetta er allt í nýju stjórnarskránni. Byrjum að fara eftir henni.

Með þessu þarf engin rök. Allir þegnar landsins skulu jafn réttháir.

Tillögur stjórnlagaráðs eru í samræmi við það sem virðist vilji flestar, sbr. þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012, margar skoðanakannanir svo og viðbögðin á Betra Ísland. Meginatriðini í tillögum ráðsins: 1) algerlega jafn atkvæðisréttur, 2) möguleiki á landinu sem eitt kjördæmi, 3) virkt persónukjör.

Tvímælalaust samþykk því að hafa persónukjör og jafnt atkvæðavægi

Kýrskýrt í nýju stjórnarskránni. Grundvallaratriði að atkvæði vegi jafnt og kjósendur geti kosið þá fulltrúa á þing sem það treystir best.

Styð eindregið aukið persónukjör. Þannig aukast völd og áhrif kjósenda en völd flokkanna minnka. Í núgildandi kerfi er fjöldi þingmanna sem flokkar stilla upp nánast sjálfkjörinn. Tel rétt að framboð séu á listum, til að ljóst sé hvert grundvallarsjónarmið frambjóðenda sé og til að auðvelda störf á þingi og stjórnarmyndum. Auk persónukjörs innan lista legg ég til að kjósa megi persónur af fleiri einum lista. Fyrirmynd - kosningar til sveitarstjórna í suður Þýskalandi t.d. í Baden Württemberg

Síðasta samráð skilaði litlu eða engu þrátt fyrir gríðarlega vinnu margra og við sem tökum þátt í þessari umræðu nú verðum að búast við því sama. Kannski fáum við huggulegt klapp á bakið fyrir að taka þátt, svo hægt sé að krossa af samráð á "to do listanum" og snúa sér að næsta lið.

Ferlið á bakvið nýju stjórnarskránna var mjög faglegt. Óþarfi að finna upp hjólið aftur.

Ef það er hægt að hunsa þjóðaratkvæðagreiðslu er hægt að hunsa allt annað samráð.

Enstaklingskosningar geta verið af svo mörgu tagi að það er ekki í boði að taka afsöðu til þeirra nema nánari útfærsla fylgi með. Einmennigskjördæmi eða eitthvað annað? Breska kerfið felur t.d. í sér þann möguleika að flokkur með 25% fylgi nær meirihluta á þinginu. Ekkert sérstaklega lýðræðislegt.

Sammála samþykkt stjórnlagaráðs um persónukjör og jafn vægi atkvæða.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information