Samþykkjum 34 og 33. grein stjórnlagaráðs

Samþykkjum 34 og 33. grein stjórnlagaráðs

Auðlindir í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar byrjar 34. grein. Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi segir 33. Við kusum stjórnlagaráð og síðan var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur hennar. Í þeirri nýju stjórnarskrá eru skýr ákvæði um hvernig almenningur getur breytt stjórnarskránni. Ef þingið getur hunsað þessa þjóðaratkvæðagreiðslu mun það geta hunsað þetta samráð alveg jafn auðveldlega.

Points

þetta var ekki athvæðgreiðsla heldur skoðanakönnun . svokölluð þjóðarathvæðagreiðsla um stjórnarskrá

Ragnar Aðalsteinsson er einn reyndasti lögmaður landsins. Hann skrifaði frábæra grein sem rammar vel inn hvernig beri að hugsa varðandi auðlindir í stjórnarskrá. Hann bendir á að þeim sem hafa hug á að endursemja og breyta tillögum Stjórnlagaráðs, sé vandi á höndum, "því færa má að því rök að þeir, sem það reyna, verði að færa á það ótvíræðar sönnur að breytingartillögur þeirra séu betur til þess fallnar að treysta almannahag en tillögur ráðsins." https://www.visir.is/g/2016160329697

Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Í nýju stjórnarskránni er auðlindaákvæði sem tryggir sjálfbæra nýtingu, eignarhald þjóðarinnar og síðast en ekki síst að þjóðin fái FULLT VERÐ fyrir nýtingu á aðlindum landsins.

Mér finnst ekki gengið nógu langt í þessu máli. AUÐLINDIR ÍSLANDS EIGA EKKI AÐ VERA Í EINKAEIGU. Mér finnst ekki eðlilegt að erlendir ríkisborgarar geti keypt upp lönd hér. Takmarka þarf stærðir lands sem skráð er á einkaaðila. Undirskriftasöfnun varðandi þessi mál er hér: https://www.jenga.is/

eg lít svo á, að stjórnvöld eigi að starfa í umboði þjóðarinnar og þjóðin setji stjórnvöldum ramma til að starfa innan. Að ný stjórnarskrá tryggi að stjórnvöld starfi ævinlega samkvæmt samkvæmt stjórnarskrá, Að það verði tryggt með formlegum hætti og með því fylgst af utanaðkomandi aðilum en ekki af þingmönnum sjálfum.

Er það ekki þegar skjalfest að t.d. allur fiskur í íslenskri landhelgi sé eign ÍSLENSKA RÍKISINS? Spurningin er hins vegar hvort að íslenska ríkið sé að úthluta kvótum á réttlátan hátt. =Þannig að málið snýst kannski meira um að kjósa rétta flokka inn á alþingi frekar en að vandinn tengist sjtórnarsrkánni.

Það er óumdeilt að Alþingi getur í dag sett reglur um meðferð og nýtingu náttúruauðlinda á Íslandi. Það er óþarfi að breyta stjórnarskránni til að tryggja þetta. Þjóðnýting þýðir einfaldlega að nýta auðlindir í þágu þjóðarinnar. Þá má því aldrei í framtíðinni leyfa einstaklingi/fyrirtæki að nýta auðlindir í eigin þágu og greiða skatta af hagnaðinum. Þetta er því ríkisvæðing á öllum náttúruauðlindum til frambúðar en samt er einkarekstur það fyrirkomuleg sem hefur skilað okkur mestum framförum.

Fá auðlindaákvæðið eins og það er nýju stjórnarskránni

Eignarréttur þjóðarinnar þarf að vera víðtækur og ná til alls lands og hafsvæða, náttúruauðlinda, og nýtingarréttar á þeim. Orðalagið “sem ekki er í einkaeign” vekur ýmsar spurningar. Eru sveitarfélög “eigendur” náttúrauðlinda á eigin svæði og utan þess? Þarf ekki að skilgreina nýtingarrétt einstaklinga og sveitarfélaga í stað þess að setja einkaeignarrétt ofar eignarrétti þjóðarinnar? Í þjóðareign þarf að felast tilkall til alls arðs (rentu) af eigninni. Orðalagið “fullt verð” nær því best.

Eignarréttur þjóðarinnar þarf að vera víðtækur og ná til alls lands og hafsvæða, náttúruauðlinda, og nýtingarréttar á þeim. Orðalagið “sem ekki er í einkaeign” vekur ýmsar spurningar. Eru sveitarfélög “eigendur” náttúrauðlinda á eigin svæði og utan þess? Þarf ekki að skilgreina nýtingarrétt einstaklinga og sveitarfélaga í stað þess að setja einkaeignarrétt ofar eignarrétti þjóðarinnar? Í þjóðareign þarf að felast tilkall til alls arðs (rentu) af eigninni. Orðalagið “fullt verð” nær því best.

Ef það er hægt að hunsa þjóðaratkvæðagreiðslu er hægt að hunsa allt annað samráð. Ein aðalástæða þess að ný stjórnarskrá hefur ekki verið samþykkt er sú að í henni stendur að þjóðin eigi auðlindirnar.

Þjóðin er stjórnarskrárgjafinn. Í nýju stjórnarskránni er auðlindaákvæði sem tryggir sjálfbæra nýtingu, eignarhald þjóðarinnar og síðast en ekki síst að þjóðin fái FULLT VERÐ fyrir nýtingu á aðlindum landsins. Þetta geta stjórnmálaflokkar ekki fellt sig við og koma því miður ítrekað fram með útvatnaðar og tannlausar útgáfur af auðlindaákvæðinu. Við verðum að fá auðlindaákvæðið eins og það er orðað í nýju stjórnarskránni. Afsláttur er ekki í boði í þessu gríðarlega stóra hagsmunamáli þjóðar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information