Slembivalin borgaraþing um mikilvæg málefni

Slembivalin borgaraþing um mikilvæg málefni

Setja mætti í stjórnarskrá ákvæði um að t.d. 5% kjósenda gæti falið slembivöldu borgaraþingi að fjalla um og skila rágefandi áliti til Alþingis. Borgaraþing hafa verið haldin víða um heim um margskonar mál t.d. stjórnarskrárbreytingar, aðgerðir loftslagsmálum og margt fleira. Slembivalið tyggir að borgaraþingið endurspeglar þjóðina. Borgaraþing eru góður vettvangur til að laða fram ígrundaðar skoðanir almennings á flóknum og umdeildum málum.

Points

Slembivalin þing af þessu tagi koma ekki í staðin fyrir þjóðaratkvæðagreiðslur eða að hluti kjósenda geti lagt fram þingmál. Þau geta hinsvegar verið hluti af því ferli og dýpkað þá umræðu sem fer fram í aðdraganda þjóðaratkvæðagreiðslna. Þetta hafa Írar gert með góðum árangri þar sem borgaraþing hafa fjallað um tillögur að stjórnarskrárbreytingum sem síðar hafa verið samþykktar í þjóðaratkvæðagreiðslum.

Fólk getur bara gengið til liðs við þá flokka sem að eru með þær stefnur sem ða þeim þóknast.

Þetta er góð leið til að styrkja lýðræðið og gera það ögn beinna. Það er alveg nauðsynlegt að þjóðin (slembivalið úrtak) geti formlega gefið sína skoðun á málum til að veita stjórnvöldum aðhald.

minstakosti skára en þegar var valið til stjórlagaráðs þar sem stu flestir að þéttbýlistöðunum

Mjög góð hugmynd sem þyrfti að skoða niður í kjölin en hvað er þá verið að tala mikin fjölda fólks þegar um er að ræða svona þing? Annað líka í þessu sem þarf að taka tillit til og það er ákvæðið um borgaralega ábyrgð og hvort fólk geti neitað sé það valið eða á að skylda það með lögum að þegar það hefur verið valið að það geti ekki skorast undan ábyrgðinni og neitað að taka þátt?

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information