Samstarfssamningur við dýraverndunarfélagið Villiketti

Samstarfssamningur við dýraverndunarfélagið Villiketti

Villiköttum hefur lítið verið sinnt fyrir utan einstaka dýravini. Viðhorf yfirvalda til þeirra hefur yfirleitt verið neikvætt og leitt til ómannúðlegra útrýmingarherferða. En sem betur fer þá sjáum við örlitla breytingu til hins betra í dag, þar og félagið er nú komið með samning við 5 sveitafélög á landinu, Hafnarfjörð, Reykjanesbæ, Sandgerði, Hveragerði og Vestmannaeyjar. Kópavogsbær gæti orðið sjötta sveitarfélagið til að gera samning við félagið og útvegað húsnæði eða lóðarskika.

Points

Ég fagna því mjög ef Kópavogsbær fer í samstarf við dýraverndunarfélagið Villiketti.

Staðreyndin er að villikettir eru af mannavöldum, aðili fær sér lítinn sætan kettling, lætur ekki gelda, kisan sleppur út og fer flakk. Ef kisan er læða þá verður hún mjög fljótt kettlingafull því þarna úti er fress sem einhver átti og hann slapp líka út. Læðan eignast nokkra kettlingana, oft undir gámum eða inní einhverju skoti. Hrædd og svöng þarf hún að passa kettlingana sína sem verða síðan villikisur ef þeir ná að lifa þetta af. Hvet bæjaryfirvöld til að gera samstarfsamning við félagið.

Kettir eru afar góð húsdýr, gæludýr en allt of mikið af köttum lendir á flækingi. Dýraverndarfélagið Villikettir vinnur mikið starf í að koma þessum vinum okkar sem lenda á flækingi, heim til sín eða finna þeim nýtt heimili. Og ekki er síður mikilvægt að sjá til þess að villikettir fjölgi sér ekki og sinna þeim.

Villikettir vinna eftir þaulreyndum aðferðum erlendra dýraverndunarfélaga sem þeir hafa aðlagað íslenskum aðstæðum. Það væri fengur fyrir Kópavogsbæ að starfa með þeim. Hver einasti villiköttur á Íslandi á ættir að rekja til heimiliskatta ekki að það skipti öllu máli heldur það að þetta eru dýr sem heygja harða baráttu fyrir lífinu hér í næsta nágreni við manninn það er erfitt að horfa uppá þessa dýr og þá sérstaklega læðurnar sem eru kettlingafullar trekk í trekk.

Dýraverndunarfélagið VILLIKETTIR hefur nú verið starfandi í rúmlega fimm ár. Félagið er það eina sem sinnir þessum málaflokki, villi- og vergangsköttum og tilgangur félagsins er að stemma stigu við fjölgun villikatta á mannúðlegan hátt með að gelda. Síðan sér félagið um matargjafir og skjólhýsi fyrir skjólstæðinga sína sem ekki eru heimilisvænir. Félagið telur um 200 sjálfboðaliða sem vinna mjög óeigingjarnt og þarft starf. Ég hvet mitt bæjarfélag að gera samning við VILLIKETTI.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information