Hundasvæði í Snæfellsbæ

Hundasvæði í Snæfellsbæ

Hundasvæði er girt opið svæði þar sem hundar fá að leika lausum hala. Það væri upplagt að hafa svæði fyrir hvern bæ þ.e.a.s Ólafsvík, Hellissand og Rif. Hundasvæði er að finna víðast hvar á Íslandi eins og Akranesi, Bolungarvík, Dalvík, Hveragerði, Ólafsfjörður, Vestmannaeyjar og Fjarðarbyggð svo eitthvað sé nefnt. Það hefur oft borist í tal hjá hundaeigendum í Snæfellsbæ að það vanti svæði þar sem þau fá að hlaupa laus. Þetta er því frábær lausn sem bæir um allt land eru farnir að framkvæma.

Points

Hundagjöld í Snæfellsbæ eru með þeim hæðstu á Íslandi. Það er gríðalegur verðmunur á hundagjaldi hér og t.d. í Vestmannaeyjum þar sem skráningargjald (greitt einu sinni) er 7.000 kr og árlegt hundagjald er 5.000 kr en hér er 20.000 kr. árlegt gjald. Lausaganga hunda er bönnuð í Snæfellsbæ og þá er upplagt að hafa svæði þar sem þau fá að vera laus.,

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information