Einfalda þarf breytingar á stjórnarskrá

Einfalda þarf breytingar á stjórnarskrá

Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá þarf samþykki tveggja þinga, kosningar á milli, til að stjórnarskrárbreytingar nái fram að ganga. Þetta er þunglamalegt og gerir að verkum að allskonar mál önnur sem kosið er um í Alþingiskosningum hafa áhrif á hvort tekst að breyta stjórnarskrá. Þess vegna ætti að gera þá breytingu að aukinn meirihluti Alþingismanna, til dæmis 2/3 hlutar, geti breytt stjórnarskrá í einni atkvæðagreiðslu á þingi.

Points

Það á ekki að vera auðvelt að breyta stjórnarskránni þennig að ég er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi.

Ég er hinsvegar tilbúin að skoða að allar stjórnarskrárbreytingar fari í kosningu meðal þjóðarinnar.

Það má aldrei gerast að lýðræðisleg kossning sé hunsuð af Alþingi Íslendinga þið sem hafið staðið í þessu vafstri um helgina hefðuð betur varið í ma ykkar með fjölskyldu ykkar.

Það mætti vera minna flækjustig í því ferli en það á alls ekki að vera auðvelt.

Eftir samþykki þingsins (2/3 hlutar samþ) fari breytingar á stjórnarskrá í þjóðaratkvæðagreiðslu sem er bindandi fyrir þingið. Hafni þjóðin skal endurskoða en samþykki þjóðin skal þingið fjalla um og ganga til atkvæða um nýja stjórnarskrá öðru sinni þar . Fella skal út ákvæði um kosningar á milli.

ég vil hina nýju íslensku stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

Er það alveg óhjákvæmilegt að viðleitni gagnvart því sem var kosið um verði virt að vettugi? Það er óneitanlega ekki hægt að vera í afneitun og bæla niður þá staðreynd að birtingarmynd þjóðarinnar var afgerandi í þeim málum. Að halda aftur af þekkingu og reynslu þjóðarinnar er vantrú og á skjön við siðferðið sem ætti að vera í forgang.

Einn helsti tilgangur stjórnarskrá er að það sér erfitt að breyta henni ef við víkjum frá því er stjórnarskrá lítið frábrugðin lögum.

Það er öriggis ventill að það þurfi tvö þing

Alþingi eða ríkisstjórn á aldrei að hafa vald til að breyta sáttmálanum milli þjóðar og þings. Þingið getur lagt fram breytingar en þjóðin þarf að samþykkja þær skilyrðislaust eftir nákvæmar kynningar og útskýringar. Aðeins þá getur alþingi samþykkt slíkar breytingar.

Það er þjóðin, en ekki þingið, sem er stjórnarskrárgjafinn. Þess vegna verður að tryggja að þjóðin hafi síðasta orðið um stjórnarskrárbreytingar eins og er gert í mörgum löndum.

Nyja stjornarskrain er mjőg goð við nýsamþykktum. hana en ekki að þingmenn færu að bőglast við að koma með breitingar a gőmlu og úr ser gengnu stjórnarskranni eftir sinu hőfði og til að koma a en meira einræði en þeir hafa komið á

Landsbyggðin verður útundan og höfuðborgarbúar þurfa þá að fara að hugsa út fyrir 101og setja sig í spor fólksins á landsbyggðinni. Allar meirháttar breitingar á stjórnarskrá eiga að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.Fólkið í landinu á að kjósa um þetta ekki fáir sérvaldi einstaklingar.

Nei þegar buið er að samþykkja stjórnaskránna af almenningi á ekki að of auðvelt að breyta því. Og það á einungis að vera hægt að breyta með þjóðaratkvæðagreiðslu.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information