Þjóðin leggur fram þingmál

Þjóðin leggur fram þingmál

Í nokkrum Evrópulöndum hefur almennum borgurum verið gert kleift að leggja fram frumvörp til laga, sem þingi er skylt að fjalla um. Fyrirhugað þingmál er þá kynnt vel á almennum vettvangi og fólki boðið að skrifa undir tilmæli til þjóðþings um að taka það fyrir á sama hátt og frumvörp þingmanna. Þingið heldur þó rétti sínum til að hafna frumvarpinu. Það myndi bæta tengsl þingmanna og kjósenda hér á landi ef, til dæmis 2% kosningabærrs fólks gætu með þessum hætti komið málum á dagskrá þings.

Points

Styrkir lýðræðið

Gróandi þjóðlíf frelsi einstaklingsinns og fjölbreittari skoðanaskifti og menning Lifandi flóra hugsjóna og sterkara líðveldi

Að sjálfsögðu á þetta að vera val kjósenda flokksræðið stjórni ekki öllu sér í hag

Það getur verið mjög nytsamur möguleiki að þjóðin geti lagt fram frumvörp. Sum mál eru þannig að þingmenn vilja ekki koma þeim á dagsrká vegna annarlegra sjónarmiða eða hagsmunagæslu.

Auðvitað á þjóðin að ráða. Þingmenn eru þjónar fólksins, en eiga ekki að vera forréttindastétt á ofurlaunum, sem hlífa útgerðarmönnum, en skattpína aldraða, öryrkja og venjulegt launafólk. Hátekjuskattur er miðaður við þingfararkaup.

Það eru fjöldamörg rök fyrir því þessu máli. 2% sýnist mér vera ágæt viðmiðunartala. Ákvæði sem líkja þessu eru til í mörgum þeirra landa sem við berum okkur við. Við vitum því að þetta getur reynst vel. Helstu rökin gegn þessu væru að það kalli á meiri vinnu af hálfu Alþingis en þau rök verða að teljast léttvæg.

ég vil hina nýju íslensku stjórnarskrá sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012

Já þjóðin á að geta lagt fram þingmál alveg eins og hver þingmaður. Við erum jú þau sem búum hér og eigum að geta komið með mál á pallborð stjórmálamanna á alþingi.

Allt sem eykur lýðræðisvitund samborgararana og gerir þá virkari í að bæta samfélagið, skiptir hvert lýðræðisríki miklu máli.

Það að kallast lýðræði hlýtur að þýða að heyrast megi í öllum.ÉG styð þessa góðu hugmynd.Hún myndi örugglega gera okkur gott.

Kerfið þjónar bara sjálfu sér en ekki mikið hugað að hagsmunum fólksins í landinu

I firmily believe that: 1.-we shall not allow foreigners to buy any kind of property here in Island unless they have been citizenship of Island for 9 years. 2.- To become an Icelandic citizen the person shall speak Icelandic. 3.- We shall not go into EU the we shall Protect Island sea.

Styrkir lýðræðið og með því að fara framhjá hagsmunasíum stjórnmálaflokkanna.

Þroskuldurinn ætti að vera hærri en 2%.Nær 10%.

Þetta er gert víða með ágætum árangri, t.d. í Finnlandi. Þetta myndi efla lýðræðisvitund og áhuga fólks.

Þar sem hér er einungis um að ræða leið til að koma málum á dagskrá þings má þrösuldurinn ekki vera of hár. 1-2% er ekki lág tala – 2500 til 5000 undirskriftir giska ég á. Það er fyllilega nóg þegar hendur þingsins eru ekki bundnar um afgreiðslu málsins.

Akkúrat þetta er að finna í nýju stjórnarskránni. Þessari sem Alþingi ber að lögfesta í samræmi við niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar 2012 og þeirrar staðreyndar að það er þjóðin (ekki þingið) sem er stjórnarskrárgjafinn. Sjá 66. grein, hér: http://stjornlagarad.is/starfid/frumvarp

2% er altof lág tala en td 10% væti orðið annað mál

það er fráleitt að þurfa alltaf að fara með öll mál í gegnum þingflokka eða mjög sterkra hagsmuna aðila

En 2% er allt of lág tala. Slíkt hlutfall á einungis við um hagsmunaaðila en ekki málefni sem varðar fjöldann.

Er ekki hægt að finna stefnur í öllum málum í öllum flokkum; er það ekki bara spurning um að ganga til liðs við þá flokka sem að er með þær stefnur sem að maður er að leita eftir? Annars finndis mér að sitjandi stjórnvöld hverju sinni mættu vera duglegri við að vera með MEÐ/ Á MÓTI -lista tengt stærstu málunum hverju sinni og þær kosningar mættu þess vegna vera opinberar samhliða okkar venjulegu kosningum og engin hætta á svindli.

hver ætti að séta það fram til alþýngis ef þíngmenn væru á móti tilöguni 2% er nokkuð lítil tala því ekki sama og þjóðarathvæðinn 5-10.%

Styrkir lýðræðisvitund almennings, samhliða mun almenningur verða virkari þátttakendi í stjórnmálum.

Þetta líst mér einstaklega vel á. Gæti hugsanlega spornað við hinu óhugnanlega sterka flokksræði sem hér rikir

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information